Litla vinkonan...
Litla vinkona mín bankaði upp á 8 sinnum í gær. Sú er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið. Kannski full mikið af hinu góða. ;) Hér má sjá eitt af þeim samtölum, sem átti sér stað á milli okkar:
Vinkonan: "Áttu eitthvað að borða handa mér?"
Ég: Hugsa með mér að kannski losni ég við hana með því að gefa henni eitthvað snarl og segi því: "Viltu snakk?"
Vinkonan: "JÁ!"
Ég: Fer og set nokkrar snakkflögur í lítinn poka handa henni.
Vinkonan: "Hva, er snakkið að verða búið hjá ykkur?"
Ég: "Nei, það er smá eftir."
Vinkonan: "Ég vil fá það líka."
Vinkonan: "Áttu eitthvað að borða handa mér?"
Ég: Hugsa með mér að kannski losni ég við hana með því að gefa henni eitthvað snarl og segi því: "Viltu snakk?"
Vinkonan: "JÁ!"
Ég: Fer og set nokkrar snakkflögur í lítinn poka handa henni.
Vinkonan: "Hva, er snakkið að verða búið hjá ykkur?"
Ég: "Nei, það er smá eftir."
Vinkonan: "Ég vil fá það líka."
4 Comments:
At 12:05 PM,
Bjorkin said…
hahahahahha góð
Kv. Björkin
At 12:54 PM,
Anonymous said…
Já, við getum sagt að þetta barn er vægt til orða tekið MJÖG SÉRSTAKT!!!!
Kv. Mangós
At 1:29 PM,
Anonymous said…
Haha...það er nú aldeilis sérstök stelpa!!! Er þetta nú ekki samt bara einhver ímyndunarvinur þinn ??? Ég bara spyr ??? : )
Kveðja, Sólveig.
At 9:50 PM,
Anonymous said…
Sólveig, helduru að ég sé gengin af göflunum og eigi mér ímyndaða vinkonu sem er 5 ára frekjudós?
Ég átti ekki einu sinni ímyndaða vini þegar ég var lítil.
Ég er ekki alveg svo einmanna!
En án gríns - hef aldrei kynnst svona barni áður og hið sama segja allir sem kynnast henni.
Þess vegna hef ég haldið því fram að hún væri svokallað Indigo-barn.
hahahaha...
Post a Comment
<< Home