Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, September 05, 2006

Litla skottið...

Litla vinkona mín bankaði upp á í gærkvöldi. Þá var ég búin að taka mig til, setja á mig andlitið og klæða mig í betri föt, en venjulega er ég eins og drusla þegar hún kemur í heimsókn, ómáluð, með hárið í tagli, í flíspeysu og joggingbuxum. Það fyrsta sem litla skottið segir við mig þegar ég kem til dyra er: "Voðalega ertu fyndin." Ég: "Hva, finnst þér ég ekki vera fín?" Hún: "Jú.... þú ert bara eins og allt önnur stelpa!"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home