Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, September 04, 2006

Tootie fruti...

...Oh Rudy... Þá hef ég endurheimt heilsuna aftur eftir skemmtun helgarinnar. Eftir að hafa verið viðstödd hjónavígslu í Dómkirkjunni hjá frænku eiginmannsefnisins, var leiðinni haldið til frú Hönnu. Mætti "fashionably early" í boðið, tveimur klukkutímum á undan boðuðum tíma. Gestirnir týndust síðan inn einn af öðrum. Í boðinu var kjaftað og sprellað, þó var óvenjulítið um myndatökur í þetta sinn. Leiðin lá síðan í bæinn. Þó að ég hafi ekki verið í "bæjarstuði", lét ég mig hafa það, enda var ég "fashionably drunk" og því hægt að plata mig í alls kyns vitleysu. Í röðinni á Hressó komst ég að því í miðju samtali að ég væri að tala við fyrrverandi kærustu eiginmannsefnisins. Sumir hittu líka sinn fyrrverandi. Gaman að því. Eftir smá dans og brölt á karlaklósettinu, þar sem ég og Þóra lékum dansandi hurðir, fórum við og fengum okkur pitsu á Pizza Pronto. Að því loknu var farið að huga að heimleið. Ég og Hanna nenntum hins vegar ekki að bíða í leigubílaröðinni og löbbuðum heim á nælonsokkunum. Á leiðinni létum við gaminn geysa um allt og ekkert og bjuggumst til varna ef ske kynni að einhver óþokki myndi ráðast á okkur. Morgundagurinn var nú ekki beinlínis fagur, og skaut setningunum "ég ætla aldrei að drekka aftur" og "afhverju læri ég aldrei af reynslunni" nokkrum sinnum upp kollinum. En, jæja. Áfram með partýið!

4 Comments:

  • At 9:10 AM, Anonymous Anonymous said…

    ætli pinnahælar flokkist undir hættulegt vopn?

    kv. Partýdyrið

     
  • At 9:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    ...já held það bara...

    ...er ekki allt hættulegt í dag, meira segja gosflöskur...

    kv. Partýljónið

     
  • At 10:37 AM, Anonymous Anonymous said…

    Ekki hefði ég viljað rekast á ykkur á leiðinni !!! HEHEHEHE....
    Solla bolla

     
  • At 11:06 AM, Anonymous Anonymous said…

    Nei skil það...

    Við vorum sko vígalegar með pinnahæla og lykla að vopni.

     

Post a Comment

<< Home