Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, October 22, 2006

Útskrift...

Útskrift eiginmannsefnisins var á laugardaginn! Mín var viðstödd athöfnina í Háskólabíó ásamt tengdó. Athöfnin var nú dálítið langdregin, toppurinn var auðvitað þegar eiginmannsefnið tók við prófskirteininu og tók í hönd deildarforsetans. Ég og tengdó vorum aðsjálfsögðu sammála um að eiginmannsefnið væri langflottastur á svæðinu! ;) Um kvöldið var síðan smá teiti í Hamarsgerði. Skáluðum í kampavíni, borðuðum ótrúlega góðan mat og fengum gott rauðvín með matnum. Ég át sko á mig á gat. Beið bara eftir því að eiginmannsefnið myndi gefa mér olnbogaskot og segja mér að hemja mig! Vorum síðan alveg dauðuppgefin um 11 leytið og fórum heim að lúlla. (alveg satt...) Athöfnin og allt átið hefur greinilega tekið sinn toll...

2 Comments:

  • At 3:06 PM, Anonymous Anonymous said…

    Til hamingju með gæjann : )

    Sólveig

     
  • At 3:39 PM, Anonymous Anonymous said…

    Takk, takk :)

     

Post a Comment

<< Home