Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, January 24, 2005

Mánudagur til mæðu...

Þá hefst ný vika. Fín og róleg helgi að baki. Eldaði indverskan kjúklingarétt fyrir bóndann á föstudeginum, bara nokkuð gott hjá mér, þó ég segi sjálf frá. Horfði síðan á ruglað idol og á myndina Scent Of A Woman, með Al Pacino, snilldarmynd sem fór framhjá mér á sínum tíma. Að öðru leyti var mest megnis slappað af og haft það kosý fyrir framan sjónvarpssjáin. (hver nennir út í þessum kulda?) Maður er líka að spara sig fyrir næstu helgi, en þá verður tekið ærlega á því! (er það ekki annars?)

2 Comments:

  • At 10:19 AM, Blogger Bjorkin said…

    Hvenær á að sína listir sínar í eldamennskunni og bjóða manni í smá smakk??
    Já þetta er geggjað góð mynd, hef séð hana að minnsta kosti 3* alveg þess virði að eiga

     
  • At 3:13 PM, Blogger Gullrosa said…

    Það er á dagskrá hjá mér að bjóða ykkur í matarboð innan næstu þriggja ára! ;)

     

Post a Comment

<< Home