Mér til mikillar ánægju þá er snjórinn að mestu farin. Gullrósa skellti sér því í jogginggallann og fór út að hlaupa! (shake that ass!) Mjög stolt af sjálfri mér fyrir það - enda ár og öld síðan ég hreyfði mig síðast. Nú er átakið byrjað sko! (humm...sjáum til með það) Ég hlýt að hafa fyllst orku við þetta - því þegar ég kom inn hófst ég handa við að taka til í kompunni minni. Tók allt herbergið í gegn, ryksugaði undir rúminu, þreif rimlagardínurnar, skipti á rúminu og setti í 3 þvottavélar! Líka komin tími til...(tók síðast til í desember) Hef verið að velta því fyrir mér hvernig manneskja sem var einu sinni með hreingerningaræði dauðans fór að því að verða sóði dauðans! Allavega líður mér nú geðveikt vel í hreina herberginu mínu og get byrjað að læra! (kannski bara á morgun) Á maður annars nokkuð að læra í frí - vikunni? ;)
3 Comments:
At 11:59 AM,
Halika said…
Fyrst þú ert uppfull af gífurlegri orku þessa dagana, viltu þá ekki halda áfram...................................................................................................................................................... hjá mér :D
At 12:52 PM,
Gullrosa said…
jújú - hef ekkert betra að gera! Mæti til þín í fyrramálið kl. 7:00 - sharp! ;)
At 3:30 AM,
Gullrosa said…
Mér þykir það leitt halika, en ég svaf óvart yfir mig! ;)
Post a Comment
<< Home