Bókmenntahornið...
Ég kláraði loksins að lesa bókina, Fólkið í kjallaranum, eftir Auði Jónsdóttir. Ein af jólabókunum í ár sem ég hef dregið á langinn að lesa. Sæmileg lesning, hló nokkrum sinnum upphátt, en gat ekki sett mig nógu vel í spor aðalpersónu bókarinnar.
Á aftan á bókinni má finna eftirfarandi lýsingu:
Klara ólst upp við frjálslyndi hippaforeldra og átti skrautlega æsku, en er nú í sambúð með ungum manni á uppleið. Ákveðin atvik verða til þess að hún gerir upp við hugsjónir foreldranna, jafnframt því sem hún tekst á við gildismat sinnar kynslóðar. Um leið uppgötvar hún nýjar hliðar á sjálfri sér og eigin lífi.
Þess ber að geta að fyrsta skáldsaga Auðar, Stjórnlaus lukka, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home