Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Saturday, February 26, 2005

Stórviðburðir...

Í dag er merkilegur dagur því að Hanna vinkona á afmæli og hún Ásta vinkona er að útskrifast. Jibbý! Ég ætla að nota tækifærið og óska þeim báðum innilega til hamingju með áfangann! Megi þær lengi lifa: húrra, húrra, húrra!

Hér má sjá stjörnuspá afmælisbarnsins fyrir daginn í dag: Varðveittu hlutleysi þitt í starfi eða námi því þar liggur styrkur þinn út febrúar mánuð ef mið er tekið af stjörnu fiska. Reyndu eftir fremsta megni að hafa það sem almenna reglu að vera hlutlaus í garð þeirra sem þú starfar með eða fyrir.

Hér má sjá stjörnuspá viðskiptafræðingsins fyrir daginn í dag: Þolinmæði er án efa mikilvægasti hæfileiki þinn en þolinmæði felst jú í því að aðhafast lítið sem ekkert og það virðist eiga vel við stjörnu sporðdrekans um þessar mundir. Þú gætir hafa fært persónulegar fórnir síðust misseri en hafðu hugfast að þegar þú gefur af þér af heilindum og skilyrðislaust, munt þú fá laun þín hundraðföld til baka.

3 Comments:

  • At 6:56 AM, Blogger Halika said…

    Gracías mi amiga

    Hlutleysi... Það er ég :D

    Hanna ammlisbarn :)

     
  • At 2:30 PM, Blogger Gullrosa said…

    Merkilegt, mér finnst þessar spár, eiga við ykkur báðar! ;) haha

     
  • At 7:43 AM, Blogger Bjorkin said…

    Takk fyrir:) Já er alveg sammála þér stjörnuspáin mín er bara sniðin að mér;)hahaha skondið

    Með kveðjur,
    The business woman;)

     

Post a Comment

<< Home