Ég skal syngja lítið lag...
Þegar augnlokin fara að síga þá er kominn tími til þess að fá sér kaffisopa og blogga smá! ;) Segi bara allt ljómandi gott! Það var mjög skemmtilegt að fara í skólann í dag eftir viku frí - svona á þetta að vera. Enda var ég farin að þjást af mikilli leti og aumingjaskap. (búin að komast að því að þetta er sjúkdómur, en ennþá er verið að leita af lækningu) Annars er það að frétta að eiginmannsefnið bauð Gullrósu út að borða í gær - Ítalía varð fyrir valinu en sá staður klikkar aldrei. Gullrósan fékk sér calzone að vanda enda þýðir ekkert að vera bregða út af vananum. Síðan var eiginmannsefnið svo sætur að hann gaf Gullrósu rosalega sæt bleik náttföt frá Knickerbox - sem áttu sko bara að vera þægileg en ekki sexý - en reyndust síðan mjög fleygin eftir allt saman. Ekki var það nú verra fyrir eiginmannsefnið! ;) En jæja, lítill fugl hvíslaði að mér að America´s next top model væri að byrja.
Þar til næst - addios amigos.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home