Bókalestur
Ég er að lesa 4 bækur þessa dagana og ekkert gengur: bókina Paulu eftir Isabel Allende, skáldsöguna P.S. ég elska þig eftir dóttur forsætisráðherra Írlands, skáldsöguna Blindgötu í Kaíró eftir Nagíb Mahfúz og ævisögu Queen Noor, drottningu í Jórdaníu.
Það vantar einhvern drifkraft í þessar bækur, (eða kannski sjálfa mig) sem heldur manni við efnið.
Ég þyrfti að verða mér út um einhvern thriller í anda DaVinci Code, sem maður getur ekki látið frá sér.
5 Comments:
At 11:17 AM,
Anonymous said…
mér fannst paula eftir allende vera góð..
ms.deblanco
At 12:29 PM,
Anonymous said…
Mér finnst hún líka alveg góð, samt get ég ekki drullast til að klára hana.
Mér finnst besta bókin sem ég hef lesið eftir þennan höfund, samt vera Hús Andanna. Þá bók gat ég ekki lagt frá mér.
GULLRÓSA
At 1:15 PM,
Anonymous said…
það var eitt sem ég vissi ekki var að hús andanna er hluti af stærri sögu og það eru tvær bækur á undan henni og þessar þrjár bækur tengjas allar.
man ekki hvað hinar tvær heita.
ég náttla gerði þau stóru mistök að sjá myndina fyrst áður en ég las hús andanna og það er mikill munur á þessu tvennu.
At 3:59 AM,
Anonymous said…
já, er það. Hvaða bækur skyldu það nú vera, ég held ég hafi ekki lesið þær.
G.
At 7:25 AM,
Anonymous said…
mininr að önnur bókin hafi heitið mynd örlaganna eða eitthvað svoleiðis. ef þú ferð t.d á bókasafn þá ættiru að sjá þær.
hús andanna er þriðja í röðinni en myn örlaganna er nr. 2
Post a Comment
<< Home