Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, July 10, 2005

Hamingja og gleði...

Ég fór í brúðkaup í gær hjá frænku minni sem er jafngömul mér. Skrýtið...Maður er greinilega orðin gamall.
Þetta var mjög skemmtilegt allt saman. Athöfnin fór fram í Bústaðarkirkju. Pálmi Matthíasson gifti brúðhjónin - hann klikkar ekki. Brúðurinn var í geðveikum brúðarkjól og Hera söng lagið Itchy Palms í kirkjunni og fleiri listamenn tóku lagið.
Veislan fór fram í Fóstbræðrasalnum. Boðið var upp á pinnamat og snittur af ýmsum tegundum. Smakkaði sushi í fyrsta skipti og líkaði bara vel. Allt mjög ljúffengt. Undirrituð var orðin vel í því undir lok kvöldsins - en engir skandalar gerðir!
Toppur kvöldsins var líklega þegar Stebbi Hilmars dúkkaði upp og söng Líf og uppáhaldslagið mitt um hana Nínu....
Núna ertu hjá mér... Nína...
Annars lenti ég í því í brúðkaupinu að perluhálsfestin mín slitnaði og ég reif kjólinn minn upp í rass. Ég var sem betur fer á heim leið þegar kjólinn rifnaði. Einnig lenti ég í miður skemmtilegu atviki í morgun sem kostaði ferð út í apótek. Maður bara spyr sig: Eru þetta einhver skilaboð?

3 Comments:

  • At 2:48 AM, Anonymous Anonymous said…

    eins gott að kjóllinn rifnaði ekki af fyrr um daginn.

    æ æ hvað orsakaði ferð í lyfbúðina.

    kv. deblanco.

     
  • At 9:51 AM, Anonymous Anonymous said…

    segðu...það hefði verið hrikalegt..

    ég ræði ekki ferðina í apótekið hér - vina mín! ;)

    Gullrósa

     
  • At 6:10 PM, Anonymous Anonymous said…

    ah... þu segir mér frá því seinna ;)

     

Post a Comment

<< Home