Spamadur.is
Spilið hér tengist starfi þínu eða námi. Þú vinnur hörðum höndum að verkefni sem varðar ekki eingöngu þig heldur einnig samstarfsfélaga þína og jafnvel vinnuveitanda. Samviskusamlega gefur þú þig alfarið í verkið og uppfyllir þar með kröfur annarra og á sama tíma eigin líðan. Þú beitir þínum einstæðu hæfileikum rétt og notar þá án efa í þjónustu mannkynsins en þar skapar þú nægtir góðra hluta fyrir sjálfið og aðra. Viðurkenning fyrir vel unnið starf er á næsta leiti þar sem eitt leiðir af öðru í jákvæðum skilningi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home