Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, September 20, 2005

Barn í Bíafra

Ljóðið, Barn í Bíafra, eftir Njörð P. Njarðvík, var uppáhalds ljóðið mitt sem unglingur. Það kannast allir við að hafa verið í þeim sporum sem ljóðið lýsir og ljóðið endurspeglar á vissan hátt líðan mína akkurat núna:

Barn í Bíafra
bregður upp mynd sinni
eitt andartak
guðar það
á glugga sjónvarpsins

eitt andartak
horfir hungrið
inn í huga þinn
úr tærðu andliti
angistarfulls barns

eitt andartak
horfist sekt þín
í augu við sekt þína

eitt andartak
kemst þú við
klökknar og segir:
blessað barn
hvað þú átt bágt

og slekkur á sjónvarpinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home