Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, January 30, 2006

Apótekið og þrítugsafmæli...

Það sem stóð upp úr þessa helgi var tvímælalaust laugardagskvöldið. Það kvöld fór ég á Apótekið með eiginmannsefninu og vinnufélögum hans, sem var aldeilis huggulegt! Ég fékk mér þríréttaðan forrétt, og var frökk og pantaði mér smálúðu í aðalrétt. Þessu var svo öllu skolað niður með dýrindis rauðvíni. Síðar um kvöldið var haldið í þrítugsafmæli. Ég þekkti afmælisbarnið reyndar ekki neitt, en skemmti mér engu að síður konunglega og var undir lok kvöldins farin að syngja Nínu, Úmbarassa og fleiri slagara af miklum eldmóð. Það var löngu komin tími á smá djamm og er ég alveg endurnærð eftir skemmtunina! ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home