Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, October 25, 2006

Fullveldisframsal í EES vs. ESB

Hans Petter Graver, lögfræðiprófessor við Óslóarháskóla, telur að þegar rætt er um muninn á fullveldisframsali, annars vegar í EES og hins vegar í ESB, felist það fyrst og fremst í lagalegri skilgreiningu þess orðs. Í pólitískri merkingu og raunverulegri framkvæmd sé munurinn sáralítill. Hann segir að þótt EES-ríkin geti formlega séð neitað að innleiða reglur ESB sem eiga að falla undir EES-samninginn, þá geti þau það ekki í raun og veru þar sem það myndi spilla einsleitni svæðisins í heild og sjálfum EES-samningnum yrði stefnt í hættu. Því kallaði norski lögfræðingurinn þessa stöðu EFTA-ríkjanna "stjórnskipulegt stórslys".

0 Comments:

Post a Comment

<< Home