Blogg...
Jæja, þá er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar og vika í jólin! Þetta hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær - einhvern tímann á síðustu öld! ;) Gott að vera búin að þessu. Venjulega er ég ráfandi um á Þorláksmessu í leit að gjöfum eins og álfur út úr hól. Núna get ég bara chillað fram að jólum! ;) Annars er helgin búin að fara í málningarvinnu í íbúðinni sem við skötuhjúin ætlum að leigja tímabundið. Íbúðin var öll gul og dökk blá þannig að síðustu 2 vikur eru búnar að fara í stúss við að gera íbúðina fína. Eiginmannsefnið er búin að standa sig eins og hetja í þeim efnum og á svo sannarlega hrós skilið. Það tekur sko á að mála, er með þvílíka strengi á mjög svo skringilegum stöðum. ;) Þar til síðar... Addios...
7 Comments:
At 2:50 AM,
Anonymous said…
tveimur gjöfum reddað á þessum bæ, thousends to go... eða svona næstum því :)
kv. piparkökukellingin
At 5:30 AM,
Anonymous said…
Sko - allt að koma! :)
At 4:32 PM,
Aldan said…
Ég gekk frá næstum 20 gjöfum í dag :0S og enn eru einhverjar eftir... þetta er hræðilegt alveg.. það fer alveg með mig þegar fólk segist vera búið.. ég er á síðasta snúning og það er klikkun að fara í bæinn núna!!
At 4:33 PM,
Aldan said…
Með familíunni auðvitað :S Ég er ekki ein að gefa þetta allt... það væri ennþá meiri klikkun:)
At 5:14 PM,
Anonymous said…
Vó, hélt að þú værir að gefa 20 gjafir ein - eins gott að svo sé ekki! hehe
Já, er guðs lifandi fegin að þurfa ekki að fara í búðir fram að jólum.
En hey Alda, það er nægur tími eftir. Engar áhyggjur... :)
At 5:40 AM,
Anonymous said…
hæhó hey eg er ekki buin að kaupa neina jolagjafir og mun örugglega ekki na þvi fyrir þessi jol ;) hehe jólagjafalaus jól hja okkur í ár
Ásta Björk
At 4:28 AM,
Anonymous said…
Hva varstu ekki að klára prófin í dag? Nægur tími eftir til að kaupa jólagjafir! ;)
- Mangó
Post a Comment
<< Home