Litla vinkona mín...
Ég á litla vinkonu sem bankar stundum upp á og spyr gjarnan hvort ég eigi eitthvað að borða handa sér, hvort hún megi fara út í göngutúr með hundinn, hvort ég nenni að koma með henni að hoppa á trampólíninu eða hvort hún megi koma í heimsókn og skoða fjársjóðaskrínið. Og ef ég kem ekki strax til dyra, þá kallar hún nafnið mitt í gegnum bréfalúguna þannig að það ómar um allt húsið. Þrátt fyrir að þessi litla stúlka sé stundum full ákveðin (lesist: frek) og óstýrlát þá hefur hún gefið mér svo ótrúlega mikið. Á því tímabili í lífi mínu sem ég sá ekki ljósið fyrir myrkrinu hjálpaði hún mér að skynja fegurð lífsins á ný. Það hvarflar því stundum að mér að það hafi ekki verið tilviljun ein að leiðir okkar lágu saman.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home