Geðveiki...
Gleðilegt nýtt ár. Eina orðið sem kom upp í hugann í gærkvöldi var orðið GEÐVEIKI! Mér finnst Íslendingar geðveikir! Ég ætlaði að taka þátt í geðveikinni með því að gera eitthvað klikkað eins og að brjóta glas en pabbi bannaði mér það. Ég skildi ekki afhverju. Hann sagði að ef ég vildi gera eitthvað flippað þá gæti ég bara farið og pissað út í garði. Ég hélt nú ekki, enda fannst mér það ekki nógu geðveikt. Ég meina hver hefur ekki einhvern tímann pissað út í garði í neyð? Mamma sagði að ég gæti fengið að brjóta glas þegar ég væri búin að skila ritgerðinni. Sjáum til með það... Annars er ég að sligast undan þreytu en partýið verður að halda áfram!
2 Comments:
At 1:52 AM,
Anonymous said…
haha þú ert svo fyndin ;)
kv Arna
At 1:52 AM,
Anonymous said…
Já og gleðilegt nýtt ár, vonandi ertu bara búin að skila ritgerðinni ;)
Post a Comment
<< Home