Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, December 26, 2006

Gleðileg Jól...

...og farsælt komandi ár... Þá er ég sest aftur við tölvuskjáinn eftir nokkra daga fjarveru. Dagskráin er búin að vera þéttsetin. Jólahlaðborð með stórfjölskyldunni í Perlunni þann 21., boð til minningar langömmu og langafa þann 22., tiltekt og undirbúningur þann 23., amma í mat þann 24. og jólaboð í gær, þann 25. og fleiri boð framundan! Aldrei friður... Ég sem hélt að jólin snerust um að finna frið í sálinni og slappa af? Það er nú varla hægt í öllum þessum hamagangi. Fékk margt fallegt í jólagjöf að vanda þ. á m. eitt stykki þurrkara, örbylgjuofn, ljósakrónu og vöflujárn. Kemur sér mjög vel í búið! ;)

1 Comments:

Post a Comment

<< Home