Gleðileg Jól...
...og farsælt komandi ár... Þá er ég sest aftur við tölvuskjáinn eftir nokkra daga fjarveru. Dagskráin er búin að vera þéttsetin. Jólahlaðborð með stórfjölskyldunni í Perlunni þann 21., boð til minningar langömmu og langafa þann 22., tiltekt og undirbúningur þann 23., amma í mat þann 24. og jólaboð í gær, þann 25. og fleiri boð framundan! Aldrei friður... Ég sem hélt að jólin snerust um að finna frið í sálinni og slappa af? Það er nú varla hægt í öllum þessum hamagangi. Fékk margt fallegt í jólagjöf að vanda þ. á m. eitt stykki þurrkara, örbylgjuofn, ljósakrónu og vöflujárn. Kemur sér mjög vel í búið! ;)
1 Comments:
At 10:33 AM,
Aldan said…
Gleðileg Jól :)
Post a Comment
<< Home