Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, January 24, 2005

Batnandi mönnum (og dýrum) er best að lifa... :)

Hvernig heilsast mínum kæru vinkonum sem fóru í aðgerð í síðustu viku? Treystiði ykkur í smá hvítvínssmökkun um helgina? Talandi um aðgerðir, þá gekkst Númi litli voff voff undir hnífinn í vikunni, í þeim tilgangi að fjarlægja gallsteina og það í annað skiptið. Vesalings voffi er sem sagt lasinn heima núna...

3 Comments:

  • At 10:09 AM, Blogger Bjorkin said…

    Maður er bara allur að koma til ef svo má að orði komast, maður dröslast rétt inn á bað og til baka í rúmið. Enda uppgefin eftir þessháttar ferðalag. Étur parkódín til að deyfa verkina, í heildina litið þá er þetta bara allt í áttina:)
    Veit nú ekki með hvítvínsdrykkjuna, en samkvæmt Sollu hjúkrunarfræðingi er manni ráðlagt að láta drykkjuna vera!!Ekki vitlaust það því líklega ekkert vit í því að vera í'því og staulast um á hækjum, gæti hreinlega eyðilagt þetta allt saman. Þannig maður verður bara í rólegur að þessu sinni;)Veit ekki með hinn sjúklinginn, ætli honum sé ráðlagt að fá sér neðan í því hmmm??Er nú ekki viss um það, en hvað segir Arna við því?

     
  • At 10:11 AM, Blogger Bjorkin said…

    Skilaður kveðju til voffa;)

     
  • At 3:11 PM, Blogger Gullrosa said…

    Ég held að eitt hvítvínsglas gerir þér ekkert nema gott! ;)

     

Post a Comment

<< Home