Klukk...
Klukk-leikurinn er nýjasta æðið í bloggheimum! Þar sem ég hef ekki enn verið klukkuð, ákvað ég bara að klukka sjálfa mig...og ætla því að segja frá nokkrum tilgangslausum staðhæfingum um mig sjálfa...Þar sem ég hef svo gaman af því að tala um MIG ætla ég að nefna 10 atriði en ekki 5 eins og venjan er!!! :D
1) Ég fæddist með kolsvartan lokk í hárinu. Langamma mín hélt að ég væri með sót í hárinu og reyndi í fyrstu að þvo það úr. Ég er enn með svartan lokk í hárinu og er reglulega minnt á hann á hárgreiðslustofum bæjarins.
2) Þegar ég var lítil átti ég til að taka frekjuköst, þar sem ég gargaði, titraði af æsingi og varð eldrauð í framan. Hárið stóð líka út í allar áttir. Ég varð svona eins og lítið reitt lukkutröll. Ég var sko fræg frekja í fjölskyldunni...
3) Ég æfði ballet á aldrinum 5-7 ára. Kennarinn sagði við foreldra mína að ég væri efnileg. Ég hætti í ballet. Ég æfði einnig sund þegar ég var 16 ára í heila 3 mánuði. Kennarinn sagði við mig að ég flyti fallega í vatninu. Ég hætti í sundi.
4) Ég var í pössun hjá langömmu minni á aldrinum 5-7 ára, meðan foreldrar mínir voru í vinnunni, enda neitaði ég að vera á leikskóla. Langamma var mér einkar kær og kenndi mér margt, dýrmætan fróðleik sem ég mun búa að alla ævi.
5) Ég fluttist til Bandaríkjanna þegar ég var 7 ára. Þar gerðist ég bandarísk gelgja og tileinkaði mér bandaríska siði og venjur. Bandaríkin voru ævintýri sem hafði mikil áhrif á allt mitt líf.
6) Ég var fulltrúi Íslands á barnaþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1989. Ég var klædd í íslenskan þjóðbúning og það birtist stór mynd af mér og fleiri krökkum í þjóðbúningum í New York Times. Það var einnig tekið viðtal við mig sem var útsent í íslensku útvarpi. Á ráðstefnunni hitti ég ýmsa þjóðhöfðingja, þ. á m. járnfrúnna, Margaret Thatcher. Um kvöldið bauð Steingrímur Hermannsson mér út að borða.
7) Á mínum unglingsárum var ég með hreingerningaræði á háu stigi og eyddi drjúgum hluta af mínum frítíma í að skúra, skrúbba og bóna. Ég hafði stundum ekki tíma til að hitta vinkonur mínar, af því að ég var að taka til! Ég held þetta hafi verið hluti af fullkomnunaráráttu sem síðan beindist inn á önnur svið. Í dag er ég algjör sóði.
8) Á mínum menntaskólaárum fékk ég mikinn áhuga á mannréttindum og minnhlutahópum og bera margar ritgerðir sem ég skrifaði á þeim árum þess merki. Til að mynda skrifaði ég ritgerðir um flóttamenn, réttindi barna, réttindi heyrnalausra, réttindi kvenna og barna á tímum iðnbyltingarinnar og algildi mannréttinda.
9) Mín helstu áhugamál eru að lesa góðar bækur og hlusta á tónlist.
10) Ég velti því stundum fyrir mér hver fæðingartilgangur minn sé hér á jörðu.
6 Comments:
At 5:00 PM,
Anonymous said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 5:01 PM,
Anonymous said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 5:07 PM,
Anonymous said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 5:09 PM,
Anonymous said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 5:10 AM,
Anonymous said…
Assholes! Helvítis auglýsingar...
At 3:20 PM,
Anonymous said…
You know the saying:
Einu sinni frekja
Ávallt frekja...
MAGGA
Post a Comment
<< Home