Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, October 23, 2005

Sálarkreppa?

Úr dagbók undirritaðar...(p.s. ég var ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefni þegar þetta var skrifað á sínum tíma) :D
Ég fyllist efasemdum um getu mína, styrk og tilvist hér á jörðu. Ég man enn eftir innri rödd minni úr barnæsku sem spurði: "Hvers vegna og afhverju ég? Afhverju er ég til? Hvers vegna ekki einhver annar / önnur? Hvað er ég að gera hérna?"
Mér finnst eins og vondar tilfinningar umlyki mig, snöggur en í senn djúpur kvíði fyllir hjarta mitt og sál. Ég er með hjartslátt og verk fyrir brjóstinu. Ég kann ekki að forgangsraða lífi mínu - set það efst á oddinn sem skiptir í raun minnstu máli. Ég óttast það mest sem ég á síst að óttast.
Ég trúi ekki lengur á ástina, ástin er eingöngu til í ævintýrum. Fjarlægur og þokukenndur draumur sem aldrei verður að veruleika - eins og regnboginn er ástin falleg úr fjarlægð en leyfir mér ekki að nálgast sig.
Siðspilling og ljótleiki allt í kringum mig. Tómarúmið nálgast óðum - það mun éta okkur öll - gera okkur hol að innan - tortíma okkur hægt og rólega. Við höldum áfram að lifa en með dauðri sál.

2 Comments:

  • At 9:41 AM, Anonymous Anonymous said…

    Vá, djúpar pælingar. Mín dagbókarskrif eru mjög grunnhyggnar samanborið við þessi skrif.

    hvað varstu gömul þegar þú skrifaðir þetta?

    kv. pönnukökumeistarinn

     
  • At 3:02 PM, Anonymous Anonymous said…

    Haha...um tvítugt!

    Mér brá bara þegar ég sá þetta.

    Mætti halda að ég væri þvílíkur þunglyndissjúklingur! :D

    Kv. GULLA

     

Post a Comment

<< Home