Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, October 07, 2005

Einhverf?

Hæð: Er 171.5 og stolt af því! :D
Hárlitur: Litað ljóst en það er farið að sjást vel í rótina - tími ekki að fara í klippingu! Er nú bara eins og rónakerling...
Augnlitur: Gráblár
Tattoo: Nei, ekki fyrir mig. Ef ég myndi einhvern tímann gera eitthvað rosalega villt, þá væri það að fá mér tattoo á rassinn.
Í hverju ertu? Oj, hvað þetta er perraleg spurning... röndóttum náttbuxum, hvítum nærbol, ljósbleikum hlírabol, bleikri flíspeysu og gráum sokkum. Mjög heimilisleg...
Á hvað ertu að hlusta? Diskinn hennar Hildar Völu idolstjörnu.
Hvernig bragð er upp í þér? Marenstertubragð!
Hvernig er veðrið hjá þér? Það er voða kosý inni hjá mér - en ég veit ekki hvernig veðrið er núna. Dagurinn í dag var grámyglulegur rigningardagur...
Hvernig líður þér? Mér líður bara ágætlega - er í leti stuði, dálítið þreytt en nenni ekki að fara sofa.
Verðuru bíl-, flug- eða sjóveik(ur)? Já, hef oft orðið bílveik og flugveik.
Hefuru slæman ávana? Já, fullt af þeim! Ég kann t.d. ekki að skera ost, bý alltaf til svona hjólabrettapalla.
Sátt(ur) við foreldra þína? Já, ég hef verið einstaklega heppinn með foreldra.
Finnst þér gaman að keyra? Hvað er nú það? En það er fínt að vera farþegi! :D
Kærasti? Jamm.
Kærasta? Nei, hef aldrei átt kærustu, en aldrei segja aldrei! :D
Börn? Nei, er alltof ung til að eignast börn! :D
Átt í erfiðleikum með að jafna þig á ein-hverri/hverjum? Já, hafa ekki allir lent í ástarsorg?
Verið særð(ur)? Já, það getur komið fyrir að maður verði sár! Ég er hins vegar oftast fljót að fyrirgefa.
Mesta eftirsjá þín? Að hafa ekki bara látið vaða...
Á hvaða tónlist ertu að hlusta þessa dagana? Aðallega FM 95.7, Hildi Völu, Emilíönu Torrini.
Ef þú værir litur, hvaða litur væri það? BLEIKUR...
Hvað gerir þig ánægða(n)? Þegar mér og mínum gengur vel í því sem við tökum okkur fyrir hendur, samvera með fjölskyldu minni og vinum.
Sjö hlutir í herberginu þínu: málverk, íkoni, skrifborð, skápur, dýnur, geisladikar, græjur, stóll.
Sjö atriði sem þú ætlar að gera fyrir dauða þinn: finna sjálfan mig, þroskast, gefa af mér, útskrifast, fara til Kína, læra meira og brosa framan í allan heiminn.
Hvaða sjö orð segiru oftast? ha?, bannað að vera með læti, ég veit það ekki, ertu ekki sammála mér?, ég nenni ekki að læra, húkabúka, best að fara læra.
Reykiru?Nei, eyði ekki tíma og peningum í svoleiðis vitleysu...
Dóparu? Nei, ertu frá þér!
Biðuru til æðri máttarvalda? Já, oftast á hverju kvöldi og stundum nokkrum sinnum yfir daginn.
Ertu í vinnu? Nei, er bara aumingi með hor! ;D
Ferðu í kirkju? Reyni alltaf að fara í kirkju 1 sinni ári, þ.e. á aðfangadegi. Finnst bara eiginlega ekki vera jól án þess. Annars fer ég einungis í kirkju þegar eitthvað stendur til, brúðkaup, skírnir o.s.frv.
Hefurðu…..verið ástfangin(n)? Já, ég er rosalega ástfangin!
Lent í alvarlegu slysi? Já, lenti í hörðum árekstri út í BNA. Stór vörubíll keyrði aftan á okkur þar sem við biðum á rauðu ljósi og stakk svo af. Ég var ekki í bílbelti og endaði með hálskraga, en slapp þá að mestu ómeidd, sem betur fer.
Farið í aðgerð? Já, þurfti að gangast undir smá aðgerð hérna um árið...
Synt í myrkri? Nei, það held ég ekki.
Orðið full(ur)? Já, many, many times.
Farið í fatapóker? Já, já, já... man sérstaklega eftir einum mjög svo eftirminnilegum fatapóker sem ég fór í með fjölda manns. Endaði á sokkabuxunum, næríunum og brjóstahaldaranum. Sumir voru ekki svo heppnir. Já, maður var villtur í den! :D
Verið lamin(n)? Já, af systrum mínum. Beta vinkona sló mig lika einu sinni utan undir. Ég var líka rasskellt þegar ég var lítil - var svo óþæg.
Lamið einhvern? Já, systur mínar. Til hvers eru annars systur? :D
Vakað heila nótt? Jájá - þoli ekki andvökunætur...
Komið í útvarpið eða sjónvarpið? Já, það var tekið viðtal við mig í útvarpinu. Svo lék ég í mjög svo eftirminnilegri Appelsín auglýsingu hér á árum áður...
Áttu homma- eða lesbíuvinkonu? Nope, ekki svo ég viti af. Mig grunar þó að nokkrar af vinkonum mínum séu skápalessur! :D
Drekkuru kaffi? Já, er algjör koffínfíkill.
Hvernig ilmvatn notaru? Uppáhaldsilmvatnið mitt heitir Laura - það er æði. Kemst alltaf í gott skap þegar ég nota það. Annars nota ég líka Light Blue frá Dolce and Gabbana og eina tegund frá Jean Paul Gaultier, sem ég man ekki hvað heitir. Set alltaf á mig ilmvatn áður en ég fer út!
Á síðustu 24 tímum, hefurðu…..
Grátið? Neibb...
Keypt eitthvað (ekki mat)? Neibb - en það mun breytast á morgun! Er að fara versla afmælisgjöf. Kannski finn ég líka eitthvað lítið sætt fyrir sjálfan mig...
Orðið óglatt? Neibb - þetta er orðið frekar boring...
Sungið? Yes, I'm singing all the time...bara eina og eina laglínu - er hrikaleg að muna lög!
Verið kysst(ur)? Jamm...
Fundið til heimsku? Nei, ekkert sérstaklega...
Talað við fyrrverandi kærasta/kærustu? Neibb...
Talað við einhvern sem þú ert hrifin(n) af? Já, ástina mína...
Saknað einhvers? Sakna nú doldið pabba gamla, hann var að fara til Tælands.

1 Comments:

  • At 2:28 PM, Anonymous Anonymous said…

    Já, ég get nú alveg viðurkennt ýmislegt...

    Þú ættir kannski að taka mig þér til fyrirmyndar að því leyti...

    :D

    MAGGA

     

Post a Comment

<< Home