Konur og ástin...
Var að taka til í gömlum skáp. Fann ýmsa hluti sem ég var búin að steingleyma að ég ætti, þ. á m. bókina, Konur og ástir, en í henni er að finna ýmis spakmæli sem mætir menn hafa látið falla um konur og ástina.
Rakst m.a. á eftirfarandi setningar :
Til þess að hjónaband yrði hamingjuríkt í raun og veru, yrði maðurinn að vera heyrnarlaus og konan blind. (Alphonse de Aragon)
Hneigist kona að vísindalegum viðfangsefnum, er venjulega eitthvað við kyneðli hennar að athuga. (Nietzche)
Konan óskar jafnréttis við karlmanninn. Það er hrein og bein firra. Konan er eign mannsins, en maðurinn ekki konunnar. Hún elur manni sínum börn, en maðurinn ekki henni. (Napoleon)
Fögur kona hrífur augað, göfug kona heillar hjartað. Hinn fyrrnefnda er gimsteinn, sú síðartalda fjársjóður. (Napoleon)
2 Comments:
At 2:49 PM,
Anonymous said…
This comment has been removed by a blog administrator.
At 11:26 AM,
Anonymous said…
Fróðlegar setningar... er reyndar soldið hrifin af þessari síðustu þó hinar heilli mig alls ekki... ;)
kv Arna
Post a Comment
<< Home