Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, October 29, 2006

Diesel

Fékk síðbúna afmælisgjöf um helgina - diesel gallabuxur. Hefði aldrei tímt að kaupa mér svoleiðis sjálf og ég reyni að forðast það í lengstu lög að fara í 17. Ég þurfti hins vegar að fara þangað í dag til þess að skipta buxunum og fá minna nr. Til að gera langa sögu stutta þá ætla ég ekki inn í 17 á næstunni. Afgreiðslustúlkurnar ráfa bara þarna um og halda sennilega að þær fái borgað fyrir að glápa á spegilmynd sína í stað þess að afgreiða fólk! Allt í lagi að sýna smá þjónustulund. Um leið og ég fann buxur sem pössuðu dreif ég mig út. Var farin að svitna á efri vörinni eftir allt umstangið! ;)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home