Lalala....
Ég er ógeðslega dugleg að blogga! Mér finnst ég eigi að fá verðlaun! Ekki aðeins er bloggið mitt með eindæmum skemmtilegt heldur er það líka einstaklinga fræðandi og upplýsandi. Hverjir aðrir blogga t.d. um þingræði og fullveldisframsal í EES-samningnum? Annars segi ég bara allt ljómandi gott. Varð árinu eldri í gær. Fékk þó nokkrar afmæliskveðjur frá vinum og vandamönnum og fallegar gjafir. Ég sem hélt að maður fengi ekki lengur afmælisgjafir þegar maður væri orðinn svona gamall. Ég fékk nýja diskinn með Hildi Völu, geggjaðar snyrtivörur frá L'occitane búðinni og Channel fartölvu-tösku! Aldeilis flott. Það kann að hljóma ótrúlega en ég er að fíla veðrið núna - alveg í ræmur. Rigning og rok - I LOVE IT! Fór í göngutúr áðan í brjálaða veðrinu og svei mér þá hvað þetta var hressandi. Sit hérna núna með ofninn í botni, í flíspeysu með hettu (og hettan er btw á höfðinu), í hlýjum inniskóm og með sjal um mig miðja. Svo kosý eitthvað! ;)
3 Comments:
At 6:42 AM,
Anonymous said…
það er ógó þægilegt að setja hettuna á .... og sérsteklega þegar mar þarf að einbeita sér.
ég fíla svona veður í sumarbústað, regnið dynjar á þakinu og það er kósí stemmning.
kv. ljósálfurin
At 6:42 AM,
Anonymous said…
ps. ógó dúglegur bloggari ;)
At 9:20 AM,
Anonymous said…
Ohh...´þvílíkt kósy : )
Sólveig.
Post a Comment
<< Home