Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, November 10, 2006

Blogg...

- Jæja, ætli maður verði ekki að blogga smá. Gengur ekki að hafa þessa fucking boring færslu, sem efstu færslu til eilífðarnóns! ;) Fór að sjá Mýrina í gærkvöldi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið ein besta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð ásamt Englum Alheimsins. Mæli allavega með henni og sé ekki eftir peningnum. (enda borgaði ég ekki - tíhí...) Ingvar Sigurðsson var stórkostlegur að vanda og þrátt fyrir að ég hafi ímyndað mér Erlend allt öðruvísi útlitslega séð, þá kom það ekki að sök.
- Já, og svo er ég búin að komast að því að ég er með valkvíða á háu stigi, þar bættist við enn ein kvíðaröskunin! ;)
- Annars er ég að spá í að hætta að blogga í bili. Hef hvort sem er ekki frá neinu áhugaverðu að segja. En þar til síðar...tútúlú....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home