Hið fullvalda ríki...
Samkvæmt kenningum John Austin um lögin var eina uppspretta laganna fyrirmæli þeirra aðila eða stofnana sem fóru með ríkisvald í tilteknu samfélagi. Í ríkisvaldi fólst annars vegar, að þegnar tiltekins samfélags hlýddu almennt fyrirmælum einhvers aðila eða stofnunar. Hins vegar að þessir aðilar eða stofnanir væru sjálfstæðar þannig að þær hlýddu ekki fyrirmælum neinna annarra. Þær væru með öðrum orðum sjálfstæðar eða fullvalda. Samkvæmt hugmyndum Austin gat hið fullvalda ríki ekki takmarkað valdheimildir sínar með lagalega bindandi hætti án þess að fullveldi þess liði þar með undir lok. Þetta þýddi einnig að eins lengi og ríkið var fullvalda hlaut handhöfum ríkisvalds að vera lagalega heimilt að beina þeim fyrirmælum til þegnanna, sem þeim sýndist, án tillits til skuldbindinga sem ríkið hafði tekist á hendur gagnvart öðrum ríkjum. Alþjóðleg lög höfðu því ekkert sjálfstætt réttarheimildarlegt gildi í hinu fullvalda ríki nema að því marki sem vilji handhafa ríkisvalds stóð til þess.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home