Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, April 29, 2005

Bókaormur

Lauk nýverið við að lesa bókina, The Curious Incident of The Dog in The Night- Time, eftir Mark Haddon.
Sagan er sögð frá sjónarhóli 15 ára einhverfs drengs. Skemmtileg og öðruvísi lesning.
Næst á dagskrá er bókin, Blindgata í Kaíró eftir arabíska höfundinn, Nagíb Mahfúz, sem var sæmdur bókmenntaverðlaunum Nóbels árið 1988.

Hvergiland

Finding Neverland er einstaklega hugljúf mynd.
Johnny Depp er að gera góða hluti. Mér fannst hann sérstaklega góður í Pirates of The Caribbean.

Monday, April 25, 2005

Ahhh...

Var að fá geðveikt sæta gjöf!

Friday, April 22, 2005

FUCK YOU!

Wednesday, April 20, 2005

Keppnisandi...

Haldiði að heimilisfólkið sé ekki í armbeygju keppni upp í stofu, ungir sem aldnir!

Monday, April 18, 2005

Það er leikur að læra...

Leikur sá er mér kær...

að vita meira og meira, meira í dag en í gær....

Gæti samt alveg hugsað mér að lesa um eitthvað annað en hugbúnað og tölvuforrit.

Maður er engu nær eftir að hafa lesið þetta. Veit t.d. einhver hvað stýriforrit er, skilfletir og algoritmar?Kannast einhver við hugtökin open source, look and feel og dekompilation?

Ég sem hélt að ég væri í annars konar námi, en tölvunarfræði. ...

Hvað á þetta eiginlega að þýða???

Sunday, April 17, 2005

Göngugarpur...

Afrekaði það - að fara 4 sinnum í göngutúr í dag!

Saturday, April 16, 2005

Humm...

Búin að éta heilan pakka af RISA TÓPAS - og ekki enn farin að reka við...

Tuesday, April 12, 2005

It's here!

Þá er uppáhaldstímabilið mitt að ganga í garð!

Sá tími ársins, þegar ég drekk 2 lítra af kóki á dag, 5-10 kaffibolla og treð í mig alls kyns óhollustu.

Sá tími ársins, þar sem ég fitna um ca. 4-5 kíló.

Sá tími ársins, þegar ég verð ímyndunarveik og taugaveikluð.

Sá tími ársins, þar sem ég á andvökunætur

Sá tími ársins, þegar ég læt skap mitt bitna einna mest á öðrum.

Sá tími ársins, þegar ég velti fyrir mér af alvöru þeim möguleika að fara í hárgreiðslunám eða förðunarfræði.

Sá tími ársins, þegar ég fer í 3 göngutúra á dag.

Sá tími ársins, þegar mér finnst sérstaklega skemmtilegt að bursta tennurnar.

Sá tími ársins, þegar ég sendi vinkonum mínum að lágmarki 4-5 sms á dag, um ekki neitt.

Sá tími ársins, þegar ég klæði mig í furðuleg föt

Sá tími ársins, þar sem toppurinn á deginum er að fara í heita sturtu.
Sá tími ársins, þar sem mín heitasta ósk er að vinna í fatabúð.

BEWARE....

Monday, April 11, 2005

Valdagræðgi

"Því verr sem stjórnvald veldur verkefnum sínum, því víðar seilist það til valda"


Sigurður Líndal prófessor.

Saturday, April 09, 2005

Bleika sjalið...

Ég hef tekið ástfóstri við bleikt sjal, sem kær vinkona mín heklaði fyrir mig.
Má helst ekki án þess vera! :)
Fékk óvænta heimsókn áðan!

Friday, April 08, 2005

BIG TASTY...

Úff. Big Tasty hamborgarnir frá Makka Dónalds, eru þungir í maga!
Engu að síður góðir hamborgarar. Bragðast eins og ekta "grill hamborgarar"
Ég er kannski ekki botnlaus eftir allt saman. ...

Wednesday, April 06, 2005

Ég er að segja ykkur það....

Hanna er skæð nálægt ljósritunarvélum - ljósritunarvélin lék kúnstir sem ég hélt að væru ekki mögulegar...
híhíhí

Sunday, April 03, 2005

Jæja, kl. er 16:12 - best að skella einum 1944 rétti í mækróinn. Kjötbollur og karteflumús! ;)

Innskot: það er stór hættulegt að vera námsmaður í jogginggalla allan daginn, því þá getur maður étið og étið án þess að fatta að maður hafi bætt á sig. ...

Síðan kemst maður að hinu sanna þegar maður mátar gallabuxurnar. Held samt bara að þær hafi minnkað i þvotti! ;) híhíhí

Vitiði hvað....

Haldiði að ég hafi ekki mætti henni Hörpu Karlsdóttur, fyrrverandi hans Ástþórs Magnussonar, í minni daglegu göngu um hverfið! Þegar heim var komið, las ég einmitt í því merka fréttariti DV, að Harpa sé algjör hlaupafíkill og henni finnist yndislegt að hlaupa í Smáranum í Kópavogi!
Já, þetta verður að teljast stórviðburður dagsins! ;)

Friday, April 01, 2005

Aulabrandarahornið...

A: Þetta er lukkuhatturinn minn.

B: Afhverju segiru það?

A: Síðast þegar ég setti hann á mig, þá fékk ég fullt af pökkum

B: Það var af því að þú áttir afmæli, bjáni.

Þessi brandari myndi sóma sér vel á síðum Séð&Heyrt! ;) híhíhí