Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, March 31, 2006

Bad Karma?

Afhverju vinn ég aldrei neitt? Er alltaf að taka þátt í alls konar leikjum og getraunum, en vinn aldrei neitt! Líkleg skýring: sennilega BAD KARMA!?

Wednesday, March 29, 2006

Aaaaarrrrr...........

Það er ekkert sem kemur mér meira til, en þjóðaréttur, stjórnskipunarréttur og Evrópuréttur! Love it, love it, love it!

Manía...

Ég er farin að sakna maníunnar minnar. Hún fór á flakk fyrir löngu síðan og hefur ekkert látið sjá sig. Lýsi hér með eftir henni. Manía komdu heim! Það er nefnilega nauðsynlegt að vera manískur á álagstímum. Já, það má segja að það sé vanmetið að vera geðveikur.

Monday, March 27, 2006

Oh my...

Í dag, fór ég út úr kökuboxinu, sem ég er búin að koma mér svo þægilega fyrir í. Ég hef fátt annað að segja en: oh my, oh my, oh my.

Sunday, March 26, 2006

Áfram nú...

Ég er hætt öllu hangsi og allri vitleysu og er farin að undirbúa mig undir fundinn á morgun. Ekki seinna að vænna.

Friday, March 24, 2006

Tónleikar, Silvía Nótt og Idol

Skellti mér á tónleika í gær til styrktar Blátt áfram. Kynnir kvöldsins var hinn eini sanni Davíð Þór. Fram komu: Úlpa - Leaves - Brain police - Days of our lives - Sólstafir - Mammút - Lokbrá. DJ Margeir lét síðan ljós sitt skína milli atriða.
________________________________________________________
Í kvöld verður svo hið margumtalaða myndband Silvíu Nóttar frumsýnt í Kastljósinu. Verður spennandi að líta það augum. Svo má ekki gleyma idolinu. Jibbý. ...

Wednesday, March 22, 2006

Súkkulaðisvín...

Ég er orðinn algjör súkkulaðigrís. Þessa dagana fæ ég mér súkkulaði í morgunmat, hádegismat og í kaffinu. ...

Tuesday, March 21, 2006

Carrie úr Sex in the City:

"Why do we always let the one thing we don't have ruin all the things we do have?"

Monday, March 20, 2006

Dvd-fyllerí...

Ég fór heldur betur á dvd-fyllerí um helgina. Horfði á samtals 7 dvd myndir. Held ég hafi slegið persónulegt met. Ég sem horfi aldrei á video. Sá eftirfarandi myndir: Rumor has it, Skeleton Key, Must love dogs, Capote, Dick and Jane, Family Stone og síðast en ekki síst Just Friends. Af þessum sjö myndum fannst mér Skeleton key, Capote og Just Friends bestar. Skeleton key var mjög spennandi og hafði óvæntan endir, Capote var algjör snilld en myndin byggist á sannsögulegum atburðum og Just Friends var þræl skemmtileg gamanmynd í anda Hollywood. Ég hef reyndar afsökun fyrir öllu þessu videoglápi, þar sem ég var veik um helgina. ;)

Friday, March 17, 2006

Blogg...

Þá er hlutverki mínu sem heimavinnandi húsmóður lokið í bili. M&p skruppu til Kína í viku og á meðan gætti ég 10 ára systur minnar. Þessi vika var lærdómsrík en mikið var ég fegin að fá m&p aftur heim. Þau komu með heilt bíósafn með sér og þ.a m. alla Friends seríuna og Lost seríu II. Ég hugsa að eigi eftir að liggja í leti það sem eftir er af árinu og glápa á dvd. Hljómar ágætlega. ... ;)

Tuesday, March 14, 2006

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

Vissuð þið að karlmenn geta verið með barn á brjósti við tilteknar aðstæður?

Friday, March 10, 2006

Mamma

Fékk að prófa að vera "mamma" í dag!! Ég veit ekki hvað skal segja annað en: oh boy, oh boy, oh boy. Eilíft áreiti, svara í símann, veita sálfræðiaðstoð, gefa krökkum að borða, uppfylla þarfir þessa og hins. Þurfti þvílíkt að bíta í tunguna á mér til að springa ekki úr pirringi. Mér varð sem sagt ekki mikið úr verki í dag. En svona er þetta. ... Hlakka nú bara til að fara sofa í kvöld! ;)

Crouching Tiger, Hidden Dragon

Horfði á myndina: Crouching Tiger, Hidden Dragon í gær. Þræl skemmtileg mynd, svona blanda af gamalli ævintýramynd og Matrix. Myndin vann 4 óskara á sínum tíma. Ekki dónalegt!

Tuesday, March 07, 2006

Ég er nörd!

Lífið...

Lífið er áskorun - taktu henni!
Lífið er söngur - syngdu hann!
Lífið er draumur - láttu hann rætast!
Lífið er leikur - leiktu þér!
Lífið er kærleikur - elskaðu!!

Sunday, March 05, 2006

Food & Fun

Fór út að borða á Apótekið í gær. Fengum Food & Fun matseðilinn sem samanstóð af 5 rétta máltíð. Mark Edwards, yfirmatreiðslumaður á NOBU í London, var gestakokkur þetta kvöld. Hann sérhæfir sig í japanskri matargerð. Þess ber að geta að NOBU veitingastaðirnir eru í eigu hins virta matreiðslumanns Nobu Matsuhisa og leikarans Robert de Niro. Í forrétt nr. 1 fengum við lax í mareningu (new style salmon sashimi), í forrétt nr. 2 var humar með salati og dressingu (lobster salad with spicy lemon), í aðalrétt nr. 1 var þorskahnakki í sætri sósu (blackcod with sweet miso) og í aðalrétt nr. 2 fengum við nautalundir, (beef anticucho) eldaðar a Suður-ameríska vísu. Toppurinn yfir I-ið var síðan alveg sjúklegur desert, súkkulaðikaka með ís og berjum. (chocolate bento box with green tea ice cream) Að lokum fengum við okkur kaffi og skoðuðum allt fína fólkið á staðnum, en meðal gesta voru ráðherrar og þingmenn og fleiri þekkt andlit í þjóðfélaginu. Þetta var alveg magnað kvöld. Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat. Maturinn hreinlega bráðnaði upp í manni. Mæli allavega tvímælalaust með þessu! :)

Friday, March 03, 2006

Baaaahhh!!!

Wednesday, March 01, 2006

Saltkjöt og baunir, túkall!

Borðaði yfir mig af saltkjöti í gær með þeim afleiðingum að mér var farið að klægja verulega á hinum ýmsum stöðum. Samt held ég áfram að éta það í dag. ...