Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, January 31, 2005

Krónískt hnémeiðsli?

Maður er orðinn gamall. Dansaði frá mér allt vit og rænu á föstudagskvöldið - hipp hopp, funk og salsa! ;) Þess skal getið að ég var EKKI stödd á Hverfisbarnum heldur heima hjá mér ásamt systrum mínum tveimur. Vinstra hnéð mitt hefur greinilega ekki þolað álagið sem þessu fylgdi. Systir mín, vill meina að þetta sé út af því að ég sé ekki með neina vöðva í kringum liðamótin á hnénu. Hrumph....

Sunday, January 30, 2005

Skondið SMS...

Fékk skemmtilegt SMS um daginn frá Stulla nokkrum. Í því stóð: Já, koddu endilega yfir. Ég bíð eftir þér nakinn, þakinn bernaise sósu...Kveðja Stulli. Umræddur Stulli hefur greinilega ekki hugmynd um að ég er alls ekki mikið fyrir bernaise sósu!!! ;)

Saturday, January 29, 2005

Stjörnuspá sporðdrekans!

Var að skoða stjörnuspána mína.
Fim 27.1.2005 Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)Þú virðist eiga það til að láta skapið stjórna þér. Orkuleki birtist. Ef þú tapar ekki orku og vilja til að framkvæma ættir þú að halda áfram að veita öðrum hjálparhönd þína.
Spooky...Þetta átti akkurat við mig síðastliðinn fimmtudag en þann dag lét ég tiltekin aðila og tiltekna aðila fara hrikalega í taugarnar á mér! ;)
Fös 28.1.2005 Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)Einblíndu aðeins á það góða sem bíður þín. Jákvæð hugsun er öflugri en þig grunar. Hafðu hugfast hvaða markmið þú hefur sett þér (nám, starf) og hvernig þú hyggst láta óskir þínar rætast. Hér er þörf á skipulagi. Upphefð og viðskiptaleg velgengni er á næsta leiti en aðeins ef þú skilgreinir hvert þú ætlar þér.
Best að byrja skipuleggja sig og hugsa jákvætt um það sem er framundan!! ;)
Lau 29.1.2005 Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Regla og þægileg festa á vel við stjörnu sporðdrekans en ef þú ert fæddur undir stjörnu þessari ættir þú ekki að hika við að efla hæfileika þinn til að anda hægt og djúpt (æfðu þig hér og nú). Hér kemur fram að þú átt það til að gleyma að nýta þér hann. Ef þú tileinkar þér fyrrnefnda öndun framkallar þú sjálfkrafa góða meðvitaða slökun sem hentar stjörnu þinni vægast sagt mjög vel á þessum árstíma (janúarlok). Þú getur líka ímyndað þér eða séð fyrir þér að það dembist yfir þig allir litir regnbogans og þú drekkur í þig þá liti sem næra þig og styrkja.
Þessar ráðleggingar koma sér að góðum notum þessa dagana- anda inn - anda út...
Sun 30.1.2005 Sporðdreki (24.okt - 21.nóv)Viðurkenning fyrir vel unnið starf er á næsta leiti þar sem eitt leiðir af öðru í jákvæðum skilningi en hér tekst þú á við spennandi verkefni sem færir þér nægtir. Fólkið í kringum þig mun án efa ávíta þig fyrir gjörðir þínar og álíta að þú sért að þessu fyrir fjármuni. Vertu sátt/ur en ekki sjálfsánægð/ur þegar velgengnin bankar upp á hjá þér.
Já maður verður að muna að vera hógvær þegar velgengnin bankar upp á hjá manni, skal reyna að setja mig ekki á of háan stall! Ég bíð bara spennt eftir viðurkenningunni!... ;)

Troðfullur malli...

Skelfilega er ég södd! Er búin að éta yfir mig í dag af pinnamat og sælgæti...

Wednesday, January 26, 2005

Neyðarleg atvik...

Dísus...hvað er það með mig og að lenda í neyðarlegum atvikum!!!???

Tuesday, January 25, 2005

Viðleitni til að lifa heilsusamlegra lífi?

Skellti mér í Vesturbæjarlaugina í dag, ásamt sundgarpinum Hönnu. Tókum allan pakkann: 1000 metra sundsprettur, gufa og heiti potturinn. Var úrvinda þegar ég kom heim. Tókst meira að segja að sofna yfir leiknum, eins æsispennandi og hann var! ;)

Monday, January 24, 2005

Óþarfa kurteisi eða dónaskapur?

"Fannstu allt sem þig vantaði!?" er algeng spurning sem hljómar nú af vörum einstakra starfsmanna 10/11. Stór furðulegt alveg...

Batnandi mönnum (og dýrum) er best að lifa... :)

Hvernig heilsast mínum kæru vinkonum sem fóru í aðgerð í síðustu viku? Treystiði ykkur í smá hvítvínssmökkun um helgina? Talandi um aðgerðir, þá gekkst Númi litli voff voff undir hnífinn í vikunni, í þeim tilgangi að fjarlægja gallsteina og það í annað skiptið. Vesalings voffi er sem sagt lasinn heima núna...

Mánudagur til mæðu...

Þá hefst ný vika. Fín og róleg helgi að baki. Eldaði indverskan kjúklingarétt fyrir bóndann á föstudeginum, bara nokkuð gott hjá mér, þó ég segi sjálf frá. Horfði síðan á ruglað idol og á myndina Scent Of A Woman, með Al Pacino, snilldarmynd sem fór framhjá mér á sínum tíma. Að öðru leyti var mest megnis slappað af og haft það kosý fyrir framan sjónvarpssjáin. (hver nennir út í þessum kulda?) Maður er líka að spara sig fyrir næstu helgi, en þá verður tekið ærlega á því! (er það ekki annars?)

Saturday, January 22, 2005

Í fréttum er þetta helst...

Neitar að hafa sagt að íranskar konur fái að bjóða sig fram
"Háttsettur íranskur embættismaður sem sagður var hafa lýst því yfir að íranskar konur mættu bjóða sig fram í forsetakosningum í sumar, neitar að hafa látið þau ummæli frá sér fara, að því er BBC skýrir frá. Fram kom í írönsku sjónvarpi í dag að Gholamhossein Elham hefði sagt að konur sem „uppfylltu nauðsynleg skilyrði“ fengju að bjóða sig fram í kosningunum. Nú hefur hann sagt við íranska fréttastofu að hann hafi aldrei gefið slíka yfirlýsingu. Forsetakosningar eiga að fara fram í júní í sumar, en þá lýkur núverandi forseti, Mohammad Khatami, seinna kjörtímabili sínu í embætti. Í írönskum lögum er orðið „rejal“ notað um þá sem koma til greina í embætti forseta. Er merking þess óljós og getur orðið bæði þýtt „karlmaður“ og „persónuleiki.“ Varðmannaráð Íraks, 12 manna eftirlitsnefnd sem skipuð er af ajatollanum Ali Khamenei, æðsta leiðtoga landsins, og eitt helsta vígi íhaldsaflanna, hefur aðhyllst þrönga túlkun á orðinu og með því útilokað konur frá framboði."

Laugardagar eru nammidagar...

Á laugardögum er 50% afsláttur af nammi í nammibarnum í 10/11. Freisting sem ég stóðst ekki...

Friday, January 21, 2005

Já há...

Dönsk verslun mátti reka múslimastúlku fyrir að bera höfuðblæju
"Hæstiréttur Danmerkur úrskurðaði í dag að stórmarkaður hefði ekki brotið í bága við lög þegar hann bannaði starfsmönnum að bera höfuðblæju og rak múslimastúlku sem neitaði að taka blæjuna niður, árið 2001. Rétturinn staðfesti þannig tvo dóma undirréttar sem höfðu komist að þeirri niðurstöðu að Danske Supermarked, næststærsta stórverslanakeðja Danmerkur, hefði mátt reka Najla Ainouz, 27 ára gamla múslimastúlku sem vann við afgreiðslu, en hún krafðist þess að vera með slæðuna í vinnunni. Ainouz krafðist skaðabóta og vaxta fyrir að hafa verið mismunað og rekin á óréttlátan hátt. Dómararnir sögðu bannið réttlátt og að það teldist ekki mismunun því samkvæmt reglum fyrirtækisins þyrftu allir þeir sem ynnu við að afgreiða viðskiptavini að vera í einkennisbúningi."

Hvítt Kit Kat...

Nýja hvíta Kit Kat súkkulaðið hefur freistað mín lengi. Hef samt ekki látið það eftir mér að kaupa eitt stykki, fyrr en í dag. Nýja hvíta Kit Kat súkkulaðið er sykur sætt á bragðið. Minnir mig á væmna bandaríska ástarvellu...ullabjakk...

Bóndadagur

Ég óska öllum "bændum" nær og fjær gleðilegan bóndadag! Ætli maður verði ekki að gera eitthvað sætt fyrir bóndann sinn í kvöld. Aldrei að vita nema maður eldi eitthvað gott fyrir hann í tilefni dagsins...

Skemmtilegur fimmtudagur...

Úff púff. Fimmtudagar eru erfiðir því þá er skóli frá kl. 12:15 til 18:00. Ég og Hanna vorum orðnar svo þreyttar kl. 17:00 að við ákváðum að skrópa í síðasta tímann (hélt reyndar að Hanna gerði ekki svoleiðis?) enda var okkur beinlínis orðið illt í óæðri endanum eftir alla þessa setu, í einkar óþægilegum sætum. Á Eggertsgötunni fékk ég heldur betur höfðingslegar móttökur. Eiginmannsefnið tók á móti mér með dýrindis kjúklingí ásamt meðlæti og rauðvíni. Síðan var þotið í Þjóðleikhúsið, ásamt fjölskyldu eiginmannsefnisins, að sjá leikritið "Þetta er allt að koma", sem er byggt á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar rithöfundar og leikstýrt af Baltasar Kormáki. Ég skemmti mér mjög vel á sýningunni, enda ár og öld síðan ég hef farið á "alvöru" leiksýningu. (varla telst Fame með?) Var sérstaklega hrifin af leikmyndinni og sviðinu sem var mjög frumlegt. Þá fannst mér Ólafía Hrönn standa sig frábærlega, bæði í hlutverki aðalpersónunnar Ragheiðar Birnu (á efri árum) og hlutverki sonar Ragnheiðar, Geysis Þórs. Hér á eftir má sjá lýsingu á leikritinu: "Leikgerð hinnar vinsælu skáldsögu Hallgríms Helgasonar um stormasaman æviferil listakonunnar Ragnheiðar Birnu, erfiða baráttu hennar og leit hennar að hinum hreina tóni. Rússíbanaferð um íslenskt samfélag síðustu áratuga, strauma og stefnur í lífi og listum, þar sem fjölmargar skrautlegar persónur koma við sögu. Hér getur allt gerst og ekkert er heilagt?!"

Thursday, January 20, 2005

Mono Sodium Glutomate...

Það er MSG í nánast öllu sem ég borða! Hvað er til bragðs að taka?

Wednesday, January 19, 2005

Franskar sakamálamyndir...

Ég horfði á The Crimson Rivers II., Angels Of The Apocalypse, í gær. Ágætis afþreying þó að myndin hafi ekki verið mjög trúverðug á köflum. Dálítið í anda The Da Vinci Code og Angels and Demons eftir Dan Brown. Í heildina séð ágætis söguþráður. Mér finnst Crimson Rivers I. hins vegar mun betri...

Tuesday, January 18, 2005

Loksins...

Klipping og strípur á morgun.... :)

Call me crazy...

Ég tók myndina Eternal Sunshine Of The Spotless Mind á leigu um daginn, með Jim Carrey og Kate Winslet í aðalhlutverkum. Ákvað að taka hana þar sem svo margir hafa mælt með henni. Ég varð hins vegar fyrir töluverðum vonbrigðum. Fannst hún einfaldlega ekkert spes. Þó tilbreyting að sjá Jim Carrey í öðruvísi hlutverki.


Monday, January 17, 2005

Úbbs...

Ég afrekaði það að fara í ljós í dag. Ákvað að slá til eftir að 8 ára systir mín rak upp óp þegar ég birtist henni að óvörum í gærkvöldi vegna þess að hún hélt að ég væri draugur, þar sem ég væri svo hvít í framan! Þarf líka að fara panta tíma á hárgreiðslustofu, komst að því í dag þegar 16 ára systir mín sagði mér að hárið á mér minnti hana á hina hárprúðu Línu Langsokk! (eða er Lína kannski bara cool?) Lenti annars í því í ljósum í dag að ég gleymdi að læsa hurðinni á klefanum. Þegar 20 mínútur voru liðnar stóð ég upp alls nakinn og við mér blasti gal opin hurð... Vona bara að það hafi ekki verið alltof margir sem áttu leið framhjá klefa númer 2 þessar 20 mínútur! ;) Alltaf skemmtilegt að lenda í einhverju svona...

Hvert þó í hoppandi...

Sæl, öll sömul!
Testing, one, two, three...
Haldiði að lofthænan sjálf, anti bloggistinn mikli, sé ekki búin að koma sér upp (eftir ítrekaðar tilraunir) bleikri og fallegri bloggsíðu, þótt frumstæð sé! (a.m.k. fyrst um sinn) Þetta verður að teljast merkisdagur í lífi lofthænunnar! Maður verður nú að vera maður með mönnum, eða er það ekki annars? ;)
Sjáum til hvað verður...