Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, August 24, 2005

Bara fyndið...

Arna, þú varst ekki ein um að semja ljóð á þínum yngri árum... ;)

Hér kemur eitt óhefðbundið ljóð úr dagbókinni minni:


Rósin

Mannskepnunni má líkja við rós
Rós sem teygir krónu sína í átt til sólar, leitandi, falleg og blíð.
Blómstrar og dafnar í guðdómlegri birtu

En rósin er berskjölduð og erfiðleikar steðja að
Lífið er BARÁTTA
Sólin hættir að skína, boli bítur

Rósin fölnar
Hún berst áfram í lífsins stríði
Að lokum gefur hún sig, fellur til jarðar, sundrast og seinna sameinast jarðveginum sem hún spratt upp úr.

Monday, August 22, 2005

Það er orðið opinbert....

ÉG ER KOMIN MEÐ GÖT Í EYRUN!!!

Sunday, August 21, 2005

Fyrirgefning...

When we forgive, we free ourselves from the bitter ties that bind us to the one who hurt us.

Thursday, August 18, 2005

Gervibrúnka...

Eftir alla þá reynslu sem ég hef haft af brúnkukremi, þá er ég loksins búin að komast að þeirri niðurstöðu að brúnkukrem er einfaldlega ekki fyrir mig.
Innskot: ég tek ofangreind ummæli tilbaka, ég er orðin brúnkukrems drottningin! Ég er farin að halda að notkun brúnkukrems geti orðið að fíkn eins og spilafíkn, reykingar, ljósabekkjanotkun o.s.frv. og ég er greinilega í áhættuhóp.

Saturday, August 13, 2005

Ofsóknir...

Ég var ofsótt í dag...

af geitungi...

Eftir langan eltingarleik náði ég að króa hann af inn í eldhússkáp...

hef samt varan á mér...

sszzzzz...

Monday, August 08, 2005

Södd...

Er búin að belgja mig út af hörpuskel og humri... Langar núna í vel kælt hvítvín.

Lærdómur dagsins...

Það er til ávöxtur sem heitir Ugli og er mitt á milli þess að vera appelsína og greipaldin! Þessi ávöxtur hefur ekki beint útlitið með sér eins og nafnið gefur tilkynna. Minnir mann doldið á lítinn bolabít. Já, alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ég hlakka allavega til að bragða á þessum furðulega ávexti.

Sunday, August 07, 2005

Útbruninn á þriðja degi - er það ekki dálítið slæmt?

Setning dagsins...

Stóra systir við litlu systur: "Ég myndi síðan losa mig við þessi blóm, annars gæti komið blómamengun!"

Saturday, August 06, 2005

Síþreyta...

Ég er þreytt. Mamma var líka greinilega þreytt í morgun. Þegar ég bauð henni góðan daginn, fékk ég svarið: "Góðan daginn mamma mín." Held að hlutverkin hafi aðeins snúist við...

Durex

Pósturinn veitti mér óvæntan glaðning í morgun. (eða ekki) Durex easy-on pleasuremax condom to maximise stimulation for both partners!
Einu sinni voru það dömubindi, síðan túrtappar og nú smokkar??? Hvað ætli ég fái næst? Þvottaefni og barnableyjur?

Thursday, August 04, 2005

Á morgun segir sá lati...

Ég hef ekki verið dugleg að lesa í dag. Svo margt annað hefur freistað mín, eins og að lesa blogg á netinu, kjafta á msn, horfa á sjónvarpið og vera úti í góða veðrinu...

En á morgun kemur nýr dagur... ;)

Snooze...

Það getur varla verið spennandi dagur framundan þegar maður lætur vekjaraklukkuna snooza í 1 og hálfan tíma. ...

Tuesday, August 02, 2005

:/

Ég er að frumlesa heilt fag. Kalla þetta að frumlesa þar sem ég man ekki mikið frá því að ég las þetta á sínum tíma fyrir langa löngu. Gaman að því. Verst að það er einhver sumargalsi í mér. Líst ekki á blikuna. ...

Kvöldganga...

Ég mæli með því að fara í göngutúr og anda að sér góða ilminum af gróðrinum. Himneskt alveg.

Monday, August 01, 2005

Orkuboltinn...

Ég fékk vítamínssprautu í rassinn. Ég er búin að hrista af mér slenið og láta verkin tala. Vaknaði kl. 7:50 í morgun. Tók til hátt og lágt og skokkaði einn hring í kringum hverfið! ;) Nú er ég að lesa hið stórskemmtilega rit: Hvaða ákvarðanir eru stjórnvaldsákvarðanir? eftir Pál nokkurn Hreinsson.
Ég fór út að borða í gær. Fyrir valinu var veitingastaðurinn með skrýtna nafnið: Rossopommodoro. Ég fékk frekar skrýtna calzone með osti, skinku og ricotta osti sem er nokkurs konar rjómaostur. Stenst ekki samanburð við Ítalíu, en það er samt alltaf gaman að fara út að borða. :)
Annars er helgin búin að vera róleg og framundan er próflestur dauðans! Það verður ágætis tilbreyting frá vinnunni sem er búin að vera plaga mann 2 síðustu mánuði! ;)
Húrra fyrir því...