Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, September 28, 2006

Judge Pescatore:

"...the art of treaty-making is in part the art of disguising irresolvable differences between the contracting states."

Tuesday, September 26, 2006

Forrest Gump...

Það verður seint sagt um mig að ég sé í góðu formi. Ég er hins vegar byrjuð að taka inn töflur sem heita Siberian root. Siberian root er kínversk lækningajurt, sem eykur líkamlegt úthald. Síðan ég hóf inntökuna hef ég aukið þol mitt til muna og er farin að hlaupa eins og sannkallaður maraþon hlaupari. Ég upplifi mig stundum, sem Forrest Gump í samnefndri kvikmynd. Run Forrest, Run!!!! ;)

Monday, September 25, 2006

Sól, sól skín á mig...

Hvað er málið með þetta geggjaða veður hérna? Er farin að halda að veðurguðirnir hafi ruglast á árstíðum... Miðað við alla rigninguna í sumar þá þykir mér það ekki ólíklegt! ;)

Sunday, September 24, 2006

Sprung pung...

Ég er gjörsamlega afvelta! Í kvöld var svokallað pizza kvöld. Tvær heimatilbúnar pizzur voru á boðstólnum. Önnur pizzan leit út eins og eldfjall enda ofhlaðin af hinum ýmsu áleggstegundum. Marensterta og súkkulaðiís að hætti Jóa Fel í desert (eða Gísla Fel eins og pabbi kallar hann). Úff...get varla hreyft mig... ;)

Saturday, September 23, 2006

Tannsmiðurinn...

Þetta innlegg á heimasíðu vinkonu minnar, Carolu lýsir vel stemningunni, sem myndaðist í kringum Rockstar-kosninguna á þriðjudögum, þegar við Íslendingar lögðum hönd á plóg og kusum hann Magna okkar, langt fram eftir nóttu, eins og skrattinn væri á hælunum á okkur. Ekki annað hægt en að hlæja að þessu: http://www.toothsmith.blogspot.com/

Friday, September 22, 2006

Saumó...

Saumó hjá Frú Sollu í gær. Aldeilis huggulegt og gaman að hitta stelpurnar! Solla greyið var búin að standa sveitt í eldhúsinu frá því um klukkan 10 um morguninn! Segi bara takk fyrir mig! :) Verðum endilega að hittast oftar. Meðal umræðuefna kvöldsins voru brúðkaup, ólétta, fæðingar og kynlífsdraumar. ;) Held það væri ekki óvitlaust að setja á fót veðbanka og veðja á hver sé næst í röðinni til að gifta sig eða eignast barn! En jæja, skyldan kallar. Þarf víst að fara upp á hlöðu og ljósrita 4 greinar eða svo. Annars finnst mér ég vera búin með ljósritunarkvótann minn fyrir lífstíð! Mér finnst ég ekki hafa gert annað í mörg ár! Ég þarf að greinilega að fara ráða aðstoðarmann! ;)

Monday, September 18, 2006

Ég á...

...800 grömm af saltpillum. Held það vísi ekki á gott... :/

Thursday, September 14, 2006

Rockstar...

Lucas karlinn kom, sá og sigraði. Not my personal favorite en hann passar svo sem ágætlega þarna inn. Ég vonaði allavega innilega Magna vegna að hann ynni ekki keppnina. Ég batt því vonir mínar við Toby. Ég vissi svo sem að Dilana myndi ekki hafa þetta, þrátt fyrir aðdáun Supernova-meðlima á Rock-dívunni, enda þarf hún að gjalda fyrir það að vera kvenmaður. Konurnar voru einungis hafðar með til málamynda.

Wednesday, September 13, 2006

Að hrökkva...

...eða stökkva...Það er spurningin...

Saturday, September 09, 2006

Litla villidýrið...

Litla vinkona mín kom í heimsókn í dag. Það var fínt framan af.....þar til okkur fannst tími til komin að hún færi heim. Hún harðneitaði að fara og breyttist í lítið villidýr. Hún: "Ef ég á að fara heim þá vil ég fá kex!" Ég: "Nei, þú færð ekkert kex." Hún: "Þá fer ég ekkert heim!" Að lokum tókst mér að senda hana heim með semingi. Ég var bara sveitt eftir viðureignina!

Thursday, September 07, 2006

Bjössi á mjólkurbílnum...

Hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver stígur bensínið í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum, hann Bjössi kvennagull.

Wednesday, September 06, 2006

Rooop...

Mömmu var ekki farið að standa á sama hvað ég ropaði mikið. Hún er búin að banna mér að drekka kók og kaffi og hefur skipað mér að drekka aloe vera djús, sem bragðast eins og sápulögur og rauðrófudjús kvölds og morgna. :/

Tuesday, September 05, 2006

Litla skottið...

Litla vinkona mín bankaði upp á í gærkvöldi. Þá var ég búin að taka mig til, setja á mig andlitið og klæða mig í betri föt, en venjulega er ég eins og drusla þegar hún kemur í heimsókn, ómáluð, með hárið í tagli, í flíspeysu og joggingbuxum. Það fyrsta sem litla skottið segir við mig þegar ég kem til dyra er: "Voðalega ertu fyndin." Ég: "Hva, finnst þér ég ekki vera fín?" Hún: "Jú.... þú ert bara eins og allt önnur stelpa!"

Monday, September 04, 2006

Tootie fruti...

...Oh Rudy... Þá hef ég endurheimt heilsuna aftur eftir skemmtun helgarinnar. Eftir að hafa verið viðstödd hjónavígslu í Dómkirkjunni hjá frænku eiginmannsefnisins, var leiðinni haldið til frú Hönnu. Mætti "fashionably early" í boðið, tveimur klukkutímum á undan boðuðum tíma. Gestirnir týndust síðan inn einn af öðrum. Í boðinu var kjaftað og sprellað, þó var óvenjulítið um myndatökur í þetta sinn. Leiðin lá síðan í bæinn. Þó að ég hafi ekki verið í "bæjarstuði", lét ég mig hafa það, enda var ég "fashionably drunk" og því hægt að plata mig í alls kyns vitleysu. Í röðinni á Hressó komst ég að því í miðju samtali að ég væri að tala við fyrrverandi kærustu eiginmannsefnisins. Sumir hittu líka sinn fyrrverandi. Gaman að því. Eftir smá dans og brölt á karlaklósettinu, þar sem ég og Þóra lékum dansandi hurðir, fórum við og fengum okkur pitsu á Pizza Pronto. Að því loknu var farið að huga að heimleið. Ég og Hanna nenntum hins vegar ekki að bíða í leigubílaröðinni og löbbuðum heim á nælonsokkunum. Á leiðinni létum við gaminn geysa um allt og ekkert og bjuggumst til varna ef ske kynni að einhver óþokki myndi ráðast á okkur. Morgundagurinn var nú ekki beinlínis fagur, og skaut setningunum "ég ætla aldrei að drekka aftur" og "afhverju læri ég aldrei af reynslunni" nokkrum sinnum upp kollinum. En, jæja. Áfram með partýið!