Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Wednesday, December 28, 2005

Merry Christmas

Gleðileg jól allir saman. Ég er búin að hafa það voða notalegt um jólin. Búin að vera meira og minna á fullu síðan á Þorláksmessu. Tók síðan góðan letidag í gær og í dag. Skellti mér á jólahlaðborð með fjölskyldunni í Perlunni á Þorláksmessu. Það var alveg geggjað! Mæli sko tvímælalaust með því. Fórum síðan í messu á aðfangadag sem var mjög hátíðlegt, en mér finnst eiginlega ekki vera jól nema fara í kirkju. Á boðstólum á aðfangadagskvöldi var dýrindis kalkúnn og tilheyrandi meðlæti. Alveg sjúklega gott. Fékk margt fallegt í jólagjöf: síma með myndavél og mp3 spilara, peysu frá 66* norður, nýju bókina hans Arnalds Indriðassonar, geisladisk með Ragnheiði Gröndal, bók um trúarbrögð heims, veski, eyrnalokka, fallegt herðasjal, baðvörur frá Body shop, baðkúlur, náttbuxur frá Joe Boxer, fullt af sokkum, 7000 krónur og lítið listaverk. Aldeilis flott allt saman. Síðan tóku öll jólaboðin við. Úff púff er heldur betur búin að éta á mig gat þessi jólin. Jæja, best að halda áfram að lesa Vetrarborgina eftir Arnald. Óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs!

Wednesday, December 14, 2005

Endurreisn

Ég er að spá í að blogga. Nenni því samt varla. Ég kláraði ógeðslega erfiða próftörn í gær. Hef aldrei verið í prófum með svona stutt á milli! Þetta hafðist samt allt eða ég vona það. Á eftir að fá einkunn úr einu prófi! Síðustu vikur hafa sem sagt einkennst af miklu stressi, kókþambi, mandarínu áti, svefnleysi og miklum niðurgangi. Er ekki frá því að ég hafi elst um nokkur ár! Nú tekur við smá endurhæfing. Koma þeim hlutum í verk sem maður er búin að láta sitja á hakanum og svona. Var reyndar alvarlega að spá í að skrá mig á heilsuhælið í Hveragerði eftir prófin - en hugsa ég reyni bara að hlaða batteríin heima í stofu í staðin! (hahaha) Sendi baráttukveðjur til þeirra sem eru enn í prófum! Allir sem hafa gengið í gegnum þetta vita hvað þetta er mikið ógeð! ÞETTA ER ALVEG AÐ VERÐA BÚIÐ!
Kossar og knús
Magga

Monday, December 05, 2005

Nýjasta tíska!

Svört baugu undir augunum....