Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, November 26, 2006

Ástand...

Ástandið er orðið frekar slæmt:
1) Datt á hausinn. Afleiðing: búin að ganga um eins og sé sé með staurfót í 3 daga.
2) Kalla fólk öðrum nöfnum en það heitir í raun - karlmenn bera jafnvel kvenmannsnöfn.
3) Steingleymdi partý, sem mér var boðið í. Mundi það daginn eftir...
4) Braut glas og desertskál. Óvart reyndar. Ástandið er ekki ennþá orðið það slæmt að ég sé farin að kasta hlutum og brjóta viljandi... ;)

Uppgötvun dagsins:

Ég kann alls ekki að nota kommur. Hef greinilega verið sofandi í íslenskutímum í Kvennó - þegar farið var í kommufræðina. ;)

Thursday, November 23, 2006

Setningarhlutar dagsins:

- Þess ber að geta...
- Í þessu sambandi ber að nefna...
- Með hliðsjón af framangreindu verður að telja...

Wednesday, November 22, 2006

I feel like a traitor

Áfram með partýið...

Monday, November 20, 2006

Litla vinkona mín...

Ég á litla vinkonu sem bankar stundum upp á og spyr gjarnan hvort ég eigi eitthvað að borða handa sér, hvort hún megi fara út í göngutúr með hundinn, hvort ég nenni að koma með henni að hoppa á trampólíninu eða hvort hún megi koma í heimsókn og skoða fjársjóðaskrínið. Og ef ég kem ekki strax til dyra, þá kallar hún nafnið mitt í gegnum bréfalúguna þannig að það ómar um allt húsið. Þrátt fyrir að þessi litla stúlka sé stundum full ákveðin (lesist: frek) og óstýrlát þá hefur hún gefið mér svo ótrúlega mikið. Á því tímabili í lífi mínu sem ég sá ekki ljósið fyrir myrkrinu hjálpaði hún mér að skynja fegurð lífsins á ný. Það hvarflar því stundum að mér að það hafi ekki verið tilviljun ein að leiðir okkar lágu saman.

Friday, November 10, 2006

Blogg...

- Jæja, ætli maður verði ekki að blogga smá. Gengur ekki að hafa þessa fucking boring færslu, sem efstu færslu til eilífðarnóns! ;) Fór að sjá Mýrina í gærkvöldi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið ein besta íslenska kvikmyndin sem ég hef séð ásamt Englum Alheimsins. Mæli allavega með henni og sé ekki eftir peningnum. (enda borgaði ég ekki - tíhí...) Ingvar Sigurðsson var stórkostlegur að vanda og þrátt fyrir að ég hafi ímyndað mér Erlend allt öðruvísi útlitslega séð, þá kom það ekki að sök.
- Já, og svo er ég búin að komast að því að ég er með valkvíða á háu stigi, þar bættist við enn ein kvíðaröskunin! ;)
- Annars er ég að spá í að hætta að blogga í bili. Hef hvort sem er ekki frá neinu áhugaverðu að segja. En þar til síðar...tútúlú....

Sunday, November 05, 2006

F fyrir...

...fucking boring...

Friday, November 03, 2006

Neyðarheimild

Rétturinn til að synja laganýmælum EB á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi. En í reynd er hann þó verulega takmarkaður vegna stjórnmálaþrýstings og hættu á gagnráðstöfunum. Þess er vænst að EFTA-ríkin fylgi þróun EB-réttar þannig að einsleitni náist milli hans og EES-réttar. Það úrræði að hafa fyrirvara eða synja nýjum lögum samþykkis er því eins konar neyðarheimild.

Thursday, November 02, 2006

Hið fullvalda ríki...

Samkvæmt kenningum John Austin um lögin var eina uppspretta laganna fyrirmæli þeirra aðila eða stofnana sem fóru með ríkisvald í tilteknu samfélagi. Í ríkisvaldi fólst annars vegar, að þegnar tiltekins samfélags hlýddu almennt fyrirmælum einhvers aðila eða stofnunar. Hins vegar að þessir aðilar eða stofnanir væru sjálfstæðar þannig að þær hlýddu ekki fyrirmælum neinna annarra. Þær væru með öðrum orðum sjálfstæðar eða fullvalda. Samkvæmt hugmyndum Austin gat hið fullvalda ríki ekki takmarkað valdheimildir sínar með lagalega bindandi hætti án þess að fullveldi þess liði þar með undir lok. Þetta þýddi einnig að eins lengi og ríkið var fullvalda hlaut handhöfum ríkisvalds að vera lagalega heimilt að beina þeim fyrirmælum til þegnanna, sem þeim sýndist, án tillits til skuldbindinga sem ríkið hafði tekist á hendur gagnvart öðrum ríkjum. Alþjóðleg lög höfðu því ekkert sjálfstætt réttarheimildarlegt gildi í hinu fullvalda ríki nema að því marki sem vilji handhafa ríkisvalds stóð til þess.

Wednesday, November 01, 2006

Úrelt viðhorf...

Þetta er óborganlegt! Síðast þegar ég vissi þá voru mannréttindamál ekki einkamál einstakra ríkja! Jógvan á Lakjuni er alveg einstaklega málefnalegur... FÆREYJAR BEST Í HEIMI...Þetta er kannski ástæðan fyrir fordómum Íslendinga í garð Færeyinga. Er hægt að vera meira sveitó? Wake up! - við lifum á 21. öldinni!!

Samstarfsráðherra Færeyja segir afskipti Rannveigar ótrúleg
Jógvan á Lakjuni, samstarfsráðherra Færeyja, sagði í viðtali við Morgunblaðið um hádegisbil í dag að afskipti Rannveigar Guðmundsdóttur af málefnum samkynhneigðra í Færeyjum væru ótrúleg, en Rannveig tók málið upp í fyrirspurnartíma á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í morgun. „Íslendingar eiga ekkert með að skipta sér af innanríkismálum Færeyinga og alls ekki af málum sem eru til meðferðar í færeyska þinginu. Ekki skipta Færeyingar sér af málefnum Íslendinga,“ sagði Jógvan. Hann sagði að norrænar þjóðir ættu frekar að líta til Færeyja eftir fyrirmyndum, frekar en að leyfa sér að gagnrýna færeysku þjóðina opinberlega. Færeyjar væri besta landið á Norðurlöndunum og að færeyska þjóðin hefði kristin og íhaldsöm gildi að leiðarljósi. Hann bætti við að í Færeyjum væri glæpatíðni lægri, hjónaskilnaðir færri og fæðingartíðni hærri en annars staðar á Norðurlöndunum og að Færeyingar ættu að standa vörð um bann við fóstureyðingum. Jógvan á Lakjuni á sem ráðherra ekki sæti á færeyska þinginu en sagði að ef hann ætti þess kost að greiða atkvæði gegn auknum réttindum samkynhneigðra myndi hann gera það.