Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, March 31, 2005

Gulan...

Þegar ég fæ ljótuna, þá set ég gjarnan á mig brúnkukrem, sá hængur er hins vegar á að þegar ég ber mig á brúnkukrem, þá fæ ég "guluna".

Veit eiginlega ekki hvort er skárra að vera hvít og grámygluleg eða gul í framan... ;)

Einkaspæjari...

Ég hef tekið að mér hlutverk "einkaspæjara" fyrir ónefnda vinkonu mína.

Aldrei að vita nema maður leggi þetta fyrir sig í framtíðinni! ;)

Wednesday, March 30, 2005

Pixies...

Afhverju fór ég ekki á Pixies tónleikana síðasta sumar?

Hætt í ruglinu...

Jæja þá er ég hætt í ruglinu í bili. Búin að skila öllum verkefnum þessa önn! JIBBY KÓLA! Tvímælalaust fagnaðarefni, kannski maður fái sér smá hvítvín í kvöld! ;)

Nú getur maður byrjað að undirbúa sig undir próftörnina skemmtilegu!! ;)

Í dag er sem sagt STÓRI hreingerningardagurinn hjá Fröken Gullrósu!

Tuesday, March 29, 2005

Skítur...

SHIT!!!!

Rökfræði

Var að kenna systur minni (10 ára) aðferðafræði Aristótelesar. Tók fyrir nokkur dæmi, sbr.
Allar konur eru menn
Margrét er kona
Margrét er maður
Henni fannst þetta frekar glatað. Útkoman hjá henni varð eftirfarandi:
Koddinn er feitur
Stjáni er feitur
Stjáni er koddi

Monday, March 28, 2005

Sæll er sá sem annars böl bætir

Gleðilega súkkulaðihátíð allir, eða ætti ég að segja Gleðilega Páska?
Ég tók Páskadag með stæl og náði að klára hvorki meira né minna en 1/2 páskaegg og allt innihald þess. Ég fékk málsháttinn: "Sæll er sá sem annars böl bætir" Ég var mjög sátt við þennan málshátt og fannst hann eiga beint erindi til mín! ;)
Fór síðan í rómantískt paskaboð fyrir 2 um kvöldið. :) Fékk mjög góðan mat þrátt fyrir að hann hafi ekki verið þessi dæmigerði páskamatur. ;)
Er nú að leggja lokahönd á ritgerð, sem ég er að gera. Alltaf svaka stuð hjá mér! ;) Er búin að komast að því að einu góðu ritgerðirnar, sem ég geri, eru á sviði mannréttinda. Allar aðrar ritgerðir, sem ég geri eru innihaldslausar, leiðinlegar og gjörsneyddar allri ástríðu! ;)
En allavega, hafiði það gott og lifið heil.
p.s. lifið í lukku en ekki í krukku ;)

Sunday, March 27, 2005

Afmæliskveðja

Hún Þóra vinkona á afmæli í dag, á sjálfan páskadag! Til hamingju með afmælið Þóra mín! Megi hún lengi lifa: húrra, húrra, húrra!

Saturday, March 26, 2005

Ostapoppið hans Lúlla

Muniði eftir auglysingunni frá Maarud um "ostapoppið hans Lúlla"? Voru til tvær tegundur, ein í rauðum umbúðum en önnur í bláum. Góða ostapoppið var í bláum umbúðunum og var sérlega ljúfengt. Þetta í rauðu umbúðunum er ennþá til en hvað varð um góða ostapoppið í bláu umbúðunum? Mig langar í svoleiðis núna.... ;)

Ms. Piggy

Ég er hægt og rólega að breytast í Ms. Piggy...
Ekki láta ykkur bregða næst þegar þið sjáið mig...
Oink, Oink, Oink...
Suma daga er maður einfaldlega ekki að gera góða hluti...

Friday, March 25, 2005

MIG LANGAR Í PÁSKAEGG!!!

Nostalgía...

Átti skemmtilega kvöldstund í gær. Margar fyndnar sögur voru rifjaðar upp frá forðum dögum. Hef ekki hlegið svona mikið í langan tíma....
Þema kvöldsins var svokallað "fusion" í matargerð eða sameining áhrifa frá austri og vestri. Í forrétt fengum við grænmetissúpu, í aðalrétt íslenskan lax í indverskri sósu, (sem b.t.w. kom mjög vel út) í desert var síðan vanilluís með heitri súkkulaðisósu. :)
Ég á mestu dúllu ömmur í heimi. Þær eru komnar á áttræðisaldur en eru þvílíkt hressar og algjörar pæjur! Ég ætla verða alveg eins og þær "þegar ég verð stór!" ;)

Thursday, March 24, 2005

Fólk er fífl...

Skrýtið hvað maður verður alltaf hissa þegar fólk er dónalegt. Samt ætti það ekki lengur að koma manni á óvart, því það er langt síðan ég gerði mér grein fyrir því að fólk er fífl! Ég fékk mjög svo dónalega símhringingu í dag, á sjálfan skírdag, frá konu sem við leigðum einu sinni hjá (greinilega kynferðislega ófullnægð) og býr í götunni fyrir neðan. (það fyndna er að ég hélt þetta væri ágætis fólk, sem það eflaust er þegar vel liggur á þeim) ;) Hún talaði í sífellu um einhvern kassa með bókum og fleira dóti sem við áttum sem hafði gleymst upp á háalofti hjá þeim. Ég kom alveg af fjöllum en sagðist myndi koma þessu áleiðis til hennar móður minnar og að við gætum sótt kassann í dag. Hún endaði símtalið á að segja: "ef kassinn verður ekki sóttur næstu 2 daga þá fer hann á haugana enda er ég búin að tala við hana móður þína um þetta tvisvar". (með dónalegri röddu) Ég var alveg eins og skítur í símanum - var bara OKEY!!...Hringdi í mömmu og sagði henni frá þessum skemmtilegu skilaboðum. Hún sagðist hafa komið við hjá þeim tvisvar í því skyni að sækja umræddan kassa en hjónin hefðu þá ekki verið heima, svo hafi kassinn bara gleymst, eins og kemur fyrir á bestu bæjum. ;) Gullrósan ákvað að láta ekki bjóða sér svona dónaskap og mætti til hjónanna með Hildi systur, til að sækja þennan blessaða kassa sem var nú ekki stór, en hafði greinilega valdið þessum hjónum gífurlegum óþægindum og hugarangri, enda sagði húsbóndinn: "hér er kassinn búin að vera í 100 ár" Gullrósan var að sjálfsögðu með munninn fyrir neðan nefið og var nett dónaleg, innan velsæmismarka þó. Fólkið hefur eflaust verið hissa á framkomu minni, en til þess var leikurinn gerður! ;) Ég bara þoli ekki dónaskap. Frú Dóra hefði t.d. getað sagt á KURTEISAN hátt "okkur þætti vænt um ef þið mynduð sækja kassann hið fyrsta og helst í dag", af því að við erum að endurskipuleggja bílskúrinn okkar eða "ég er að taka til í bílskúrnum og þarf að losna við kassann í dag, gæti einhver komið og náð í hann" en sleppt þessari hótun í lokin. Ef svo hefði verið, þá hefði ég sýnt þeim ekkert nema almennilegheit, enda fannst mér sjálfsagt að sækja þennan kassa. Sé mig ekki í anda hringja í fólk með svona dónalæti að fyrra bragði...en Gullrósan svarar dónalegu fólki í sömu mynt enda fylgir hún boðorði Hammurabis: "auga fyrir auga, tönn fyrir tönn" en hefur ekki enn náð þeim þroska að fylgja kærleiksboðskap Jesús til hlítar: "elska skaltu náungann eins og sjálfan þig" Ef þessi kassi hefði farið svona í taugarnar á mér, þá hefði ég nú bara farið með hann til okkar sjálf, enda ekki langt að fara... ;)

Dularfull sms...

Það er einhver húmoristi alltaf að senda mér furðurleg sms af vit.is

Fékk nokkur um daginn:
"afhverju læturu alltaf eins og ég sé ekki til?"

"geriru þér ekki grein fyrir að ég er mannvera með tilfinningar?"

"mér finnst þú bara ómerkileg"

Hver vill gangast við þessum stórskemmtilegu skilaboðum? ;)
Pabbi var að koma heim frá útlöndum og gaf mér geisladisk (safndiskur) með öllum nýjustu smellunum... ó jeee....maður er bara í djammfíling árla morguns... ;)

Wednesday, March 23, 2005

Munaði mjóu að ég hefði opnað páskaeggið mitt áðan. Úff... maður verður að halda í við sig.

Tuesday, March 22, 2005

Ég sit hérna ein...rassinn límdur við skrifborðsstólinn og augun við tölvuskjáinn. Rembist við að koma þessu blessaða verkefni í lag. Mér verkjar í líkamann af of langri setu, samt er ég búin að fara 3 sinnum í göngutúr í dag. (hey, þetta rímar) Mig langar í eitthvað til að narta í en mér finnst einum of að gæða sér á þriðja prins pólóinu yfir daginn...
Tiltekinn aðili veldur mér gífurlegum vonbrigðum.

Monday, March 21, 2005

Dýraríkið...

Ja, það fer meira fyrir sumum en öðrum! ;) Systir mín er búin að leggja undir sig heimilið með þeim afleiðingum að húsið okkar minnir fremur á dýragarð en venjulegt heimili. (vantar bara krókódíl í baðið)
Á hennar vegum eru hér 1 stykki hundur, 1 stykki páfagaukur og 2 stykki kanínur.
Hundinum þarf eðlilega að gefa að borða nokkrum sinnum á dag. Auk þess sem það þarf að fara með hann í góðan göngutúr að lágmarki 1 sinni á dag. Ennfremur þarf að veita honum talsverða athygli, kjassa hann og knúsa enda er hann mikil félagsvera og vill helst lúlla upp í hjá manni á nóttunni. Geltið í hundinum getur gert mig brjálaða oft á tíðum en hann er svo mikill varðhundur að hann geltir á nánast hvað sem er t.d. á veðrið ef það er rok úti.
Ég skipti mér lítið af páfagauknum. Hann var nefndur í höfuðið á mér - nokkurs konar friðþæging, því ég er ekkert sérstaklega hrifin af páfagaukum og var meinilla við það að systir mín fengi sér einn slíkan. En ég fékk litlu ráðið um það. Ærandi hávaðinn í fuglinum getur gert mig geðbilaða þegar illa liggur á mér! (t.d. í próflestri) ;)
Ég skipti mér að sama skapi lítið af kanínunum. Systir mín fékk þá hugdettu fyrir stuttu að hefja kanínuræktun. (já ég hef stundum haldið því fram að hún sé ættleidd) Sú hugmynd gekk hins vegar ekki alveg upp. Hins vegar urðu 2 kanínur áfangs sem dvelja núna hjá okkur. Þær voru í upphafi saman í búri en það varð síðan að aðskilja þær þar sem önnur þeirra var næstum búin að ganga frá hinni. (í bókstaflegri merkingu) Af þeim sökum var keypt nýtt búr sem kostaði 15 þús kr. Hér eru sem sagt tvö kanínubúr að andvirði 30. þús kr. Það versta við kanínurnar er að af þeim stafar einkar ógeðfelld lykt. Þær eru geymdar í bílskúrnum sem er við hliðina á herberginu mínu og í hvert skipti sem bílskúrinn er opnaður berst þessi sterka hlandfýla inn til mín. Ástandið væri kannski skárra ef systur mínar tvær væru duglegri að þrífa búrin...
Það fynda við þetta allt saman er að við fjölskyldan höfum aldrei verið neinar sérstakir dýravinir. Ég er t.d. engin yfirlýstur dýravinur, þó mér þyki nú reyndar mjög vænt um voffa litla. (uss ekki segja) Pabba er meinilla við kanínur og er alltaf að segja við systur mínar að hann vilji kanínurnar út úr húsinu, en allt kemur fyrir ekki. Systir mín er hins vegar yfirlýstur dýravinur (eða þykjist allavega vera það) en samt nennir hún ekki alltaf að hugsa um þessi grey. Svo talar hún ekki um annað en að eignast fleiri dýr. Já...margt er skrýtið í kýrhausnum...
Kannski maður fari bráðlega að flytja að heiman... ;)

Sunday, March 20, 2005

Er nokkuð athugunarvert við það að semja inngang og niðurlag áður en hafist er handa við að semja meginmál og innihald ritgerðar?
Alltaf sama sagan hér á bæ. I have work up to my ears! :(

Skrapp þó í Kringluna í gær til að "dreifa huganum" og keypti mér hvíta skó til að nota svona spari! Alltaf gaman að versla sér skó. Þarf endilega að gera meira af því! ;)

Thursday, March 17, 2005

Göngufrík...

Skellti mér í heilsubótagöngu með hundinn, mér og honum til hressingar. Gekk þó ekki langt í þetta skiptið út af stingandi kuldanum. Einkar hressandi að fá snjó inn í eyrað og í augun. Ég sem var farin að finna ilminn af vorinu í loftinu. Finnst ég illa svikin af veðurguðunum! :(
Karlhundar eru pervertar. Þeir geta ekki tæmt blöðruna í einni bunu eins og tíkurnar gera og ja flest mannfólk myndi ég halda. Heldur þurfa þeir að "spara smá" til þess að merkja sér staði hér og þar. Þeir þefa uppi staði þar sem aðrir hundar hafa mígið og spræna þar. Mjög smekklegt. Ætli þetta sé samskiptamáti, sbr. hæ vildi bara láta ykkur vita að ég var hér eða merki um yfirráð, sbr. þetta er minn staður en ekki þinn?

Tuesday, March 15, 2005

Nýtt blótsyrði!?

Suma einstaklinga kýs ég að kalla tussupussur (kvk) eða tussupussa (kk) eftir atvikum...
Oh what a beautiful morning....
Maður er bara kátur í dag... (aldrei þessu vant)
Það er eitthvað með mig og að gleyma taka merkimiða af fötum, eins og kom fyrir mig í gær. Getur verið frekar vandræðalegt...
Innskot:
Þetta er svona þegar maður reynir of mikið að vera "gella" það endar með ósköpum - best að halda sig bara við joggarann! ;) Litla systir mín (10 ára) benti mér kurteisislega á um daginn að ég væri "wanna be gella" - ég met hreinskilnina mikils! ;)

Sunday, March 13, 2005

Þessi hóstamíxtúra er bara fínasta svefnmeðal...

Hlakka til að skila bévítans ritgerðinni á morgun!

Ástarsöngvar

Fly me to the moon
And let me play among the stars
Let me see what spring is like on Jupiter and Mars
In other words...
Hold my hand
In other words...
Darling kiss me

Yesterday...
all my troubles seemd so far away
Now it looks like they are here to stay
I belive in yesterday...
Suddenly I am not half the man I used to be
There is a shadow hanging over me
Oh I belive in yesterday
Why she had to go I don´t know she wouldn't say
I said something wrong
now I long for yesterday

Everybody loves somebody sometime
Everybody falls in love somehow
Something in your kiss just told me
My sometime is now...
Everybody finds somebody someplace
There is no telling where love may appear
Something in my heart keeps saying my someplace is here...

Fátt jafnast á við klassíska ástarsöngva! ;)
Alltaf gaman að heyra að það sem maður hefur verið að gera sé leiðinlegt. Mjög uppbyggjandi...

Friday, March 11, 2005

Ces't la vie

Þessi vika hefur ekki verið sérlega glæsileg. Byrjaði á leiðinda flensu sem setti allt skipulagið út af laginu. En svona er þetta. Þessa dagana er maður að reyna að hlaða batteríin eftir pestina. Búin að snýta mér í nokkrar klósettrúllur, ræskja mig mikið, hrækja í klósettið og hósta eins og brjálæðingur. (ath! ekki fyrir viðkvæma) Mömmu var ekki farið að standa á sama, því ég er með svo slæman hósta og lét mig fá hóstamíxtúru sem reyndist síðan hafa sljóvgandi áhrif á mig og er mönnum ráðlagt að setjast ekki undir stýri eftir að hafa tekið hana inn. Fer ekki beint vel saman að vera hálf "dópaður" af hóstamíxtúru og skrifa ritgerð, skal ég segja ykkur. Síðan var ég svo heppin að fá hana Rósu frænku í heimsókn í gær með tilheyrandi fagnaðarlátum. Auk þess fóru sumarplönin í vaskinn í vikunni. Manni er ekki viðbjargandi þessa dagana... ;)

Wednesday, March 09, 2005

Að syngja í sturtu...

Það er hamingja að syngja af öllum lífs- og sálarkröftum í sturtu.

Það eru fjöldamörg ár síðan ég söng síðast í sturtu....

Flensu viðbjóður...

Djö...er ég orðin pirruð á því að vera veik! Hef ekki tíma fyrir svoleiðis rugl! Langar helst að berja mann og annan þessa dagana...

Friday, March 04, 2005

Ljótan í heimsókn

Maður er nú þegar komin með ljótuna þó próflestur sé ekki einu sinni hafinn. Hvernig ætli ég verði útlítandi um miðjan maí? Uss...

Thursday, March 03, 2005

Ljósrita, ljósrita, ljósrita

Stundum mætti halda að ég væri ekki í bóklegu námi heldur að læra ljósritunartækni! ;)

Wednesday, March 02, 2005

Wake up!

Samkvæmt lögum um tæknifrjóvgun getur einungis fólk sem er í sambúð eða í hjónabandi gengist undir tæknifrjóvgunarmeðferð. Þá er skilyrði að viðkomandi aðilar hafi verið í hjúskap / sambúð í a.m.k. 3 ár samfellt áður en meðferð hefst. Þessi skilyrði eru rökstudd með því að þetta fyrirkomulag sé barninu fyrir bestu. Einnig eru ýmis önnur skilyrði sett sem ég ætla ekki að tíunda hér. Þetta þýðir að einhleypar konur og samkynhneigðir eru útilokaðir frá tæknifrjóvgunarmeðferð.
Löggjöf okkar einkennist að mörgu leyti enn af fordómum gagnvart samkynhneigðum. Merkilegt að jafnréttisregla stjórnarskrárinnar eigi aðeins við í sumum tilvikum en ekki öllum. Er þetta ekki augljóst brot á jafnrétti? Í 65. gr. stjórnarskrárinnar segir: "Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti." Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna." Furðulegt að í sjálfu stjórnarskrárákvæðinu skuli kynhneigð ekki vera upptalin meðal ofangreindra atriða. Þó verður að telja að kynhneigð rúmist innan orðalagsins "stöðu að öðru leyti" Hvað er það sem segir að það sé barninu fyrir bestu að alast upp hjá gagnkynhneigðum foreldrum? Eru fullgild rök hér að baki? Er ekki komin tími á að mannkynið sýni ákveðið umburðarlyndi og losi sig við fordómana fyrir fullt og allt?

Tuesday, March 01, 2005

Djöfullegt tungumál

Danska er og verður hrognamál!
Afhverju er verið að kenna dönsku í skólum? Til hvers...afhverju ekki frekar norsku? Mér gengur mun betur að skilja norsku en helvítis dönskuna.
eða hvernig væri að kenna EINGÖNGU ensku og hætta þessu rugli...
Ég gef skít í hina sameiginlegu norrænu arfleifð!
Gullrósan að springa úr pirringi....