Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, June 30, 2006

Eins og talað úr mínu hjarta...

Sigurður Líndal: Sá sem er einungis vildarréttarmaður verður hættulega valdhlýðinn, hann bara segir: Þetta eru lög og þau skulu yfir oss ganga hvort sem þau eru góð eða vond. Það er fyrsta hættan. Í öðru lagi missir hann yfirsýn. Hann staðnar. Hann heldur að gildandi réttur sé eilífðarréttur, að þetta hafi alltaf verið svona og verði alltaf svona. Í þriðja lagi verður hann þröngsýnn. Hann skortir viðsýni og það hefur áhrif á stefnumörkun í löggjöf. Maður sem er bókstafstrúarmaður hefur enga vídd, ekkert viðmið, hann hefur hafnað reynslu kynslóðanna.

Monday, June 26, 2006

Halló...

Það er víst mánudagsmorgun. Allir dagar renna hins vegar í einn hjá mér. Skiptir ekki máli hvort það sé föstudagur eða mánudagur. Hins vegar góð helgi að baki. Náði heldur betur að hlaða batteríin. Rólegt föstudagskvöld, þar sem eldaður var góður matur og haft það huggulegt fyrir framan imbakassann. Útskriftarveisla hjá Hönnu á laugardagskvöldið, sem var mjög glæsileg í alla staði. Þar var heldur betur stjanað við okkur, séð til þess að allir væru með fullt glas öllum stundum! Og skinkurúllurnar slógu heldur betur í gegn! Fórum síðan heim til Hönnu í smá tjútt, þar sem ég tapaði mér með myndavélina. Fékk þá flugu í hausinn að hætta í lögfræðinni og gerast ljósmyndari. Alda var flott á því og bauð öllum upp á Tequila. Það er svo mikill stemmari að drekka Tequila. Klukkan varð síðan skyndilega 3 og stefnan tekin á bæinn. Ég var hins vegar fyrst ekkert alveg á því að fara í bæinn, þar sem mér þótti klæðnaður minn ekki alveg við hæfi, enda klædd að hætti Dorrit. Alda og Ásta sannfærðu mig hins vegar um að Dorrit myndi aldrei fara í leðurjakka. Mér leið aðeins betur við að heyra það! ;) Í bænum urðum við Ásta viðskila við hópinn, og álpuðumst inn á Glaumbar, þar sem við rifjuðum upp gamla tíma. Fórum síðan á Gauk á Stöng og hittum brjálaða gellu á WC-inu, sem endaði á því að púðra fésið á Ástu. Frekar fyndið. Síðan var dansað við lög hljómsveitarinnar Touch. Á dansgólfinu fóru Ásta og Þóra á kostum. Ég var sjálf í rólegri kantinum. ;) Er ekki frá því að smá nostalgíufílingur hafi hlaupið um mann, meðan maður rokkaði við Rage Against Machine lagið: Fuck you I won't do what you tell me! Minnti mig á grunnskólaböllin hérna í den. Ég, Ásta og Hanna enduðum síðan á Ingólfstorgi og gæddum okkur á pizzu frá Pizza Pronto, áður en haldið var í leigubílaröðina. Kom heim klukkan rúmlega 5. Langt síðan maður hefur tekið svona vel á því! :)

Saturday, June 24, 2006

Myndarlegheit...

Og ég held áfram að vera svona fjári myndarleg! Hristi fram úr annarri erminni í gær guðdómlegan pesto- kjúklingarétt, ásamt kartöflugratíni, salati og hrísgrjónum, sem vakti svo aldeilis mikla lukku. Svo skellti ég í eina ostaköku líka. (ok, þetta með ostakökuna er smá grín) Er að reyna virkja húsmóðureðlið innra með mér og það tekst líka svona ljómandi vel! ;)

Thursday, June 22, 2006

Tralalalala....

Jæja, þá lætur góða veðrið loksins sjá sig. Nýtti sko aldeilis blíðskaparveðrið í gær og tók til í garðinum, reitti arfa og gróðursetti blóm. Tók einnig upp pensilinn og lakkaði bílskúrshurðina. Já, ég get sko aldeilis verið myndarleg, þegar vel liggur á mér! ;) Sullaði síðan smávegis í kampavíni og vino blanco um kvöldið. Uss ekki segja... ;)

Monday, June 19, 2006

Vinur í grennd...

Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá og árin án vitundar minna.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá, af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná og hóflausan lífsróður rérum.
"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á að ennþá jókst milli okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, að dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send er sannur og einlægur vinur.

Sunday, June 18, 2006

Loksins fæ ég almennilegan kvöldmat! Lambakjöt með bökuðum kartöflum og salati. Er búin að borða ristabrauð og cherrios í kvöldmat síðustu daga. Ekki gaman. ...

Saturday, June 17, 2006

...

Þá hefst eltingarleikurinn...

Friday, June 16, 2006

Í lægð...

Þessi lægð yfir landinu er alveg að fara með mann. Er þetta ekki orðið ágætt?

Wednesday, June 14, 2006

...

og ósk mín rættist ekki...

Monday, June 12, 2006

Helgin...

Góð og róleg helgi að baki. Huggulegt matarboð á laugardagskvöldið. Á boðstólnum var kjúklingaréttur ásamt meðlæti og rauðvíni. Tvær tegundir af ís og súkkulaðihjúpuð jarðaber. (mmm...) Chill á sunnudaginn og matarboð hjá tengdó um kvöldið, þar sem boðið var upp á lambasteik og tilheyrandi meðlæti. Ekta sunnudagsmatur. Skelfilega er maður samt eitthvað latur. Ég þarf að gera eitthvað róttækt í mínum málum ef vel á að fara.

Saturday, June 10, 2006

I give up...

Skrýtið að búa í sama húsi með fólki en geta samt ekki náð sambandi við það. Ég hef átt erindi við tiltekinn einstakling í allan dag en allt komið fyrir ekki. Í 3 fyrstu skiptin hringdi síminn akkurat þegar ég lét greipar sópa - og viti minn síminn var í öll skipti til viðkomandi. Í fjórða skiptið var gestur kominn í heimsókn, í fimmta skiptið var viðkomandi sofandi og í sjötta skiptið var uppáhaldssjónvarpsþáttur viðkomandi í imbanum. Ég gefst upp!

Sunday, June 04, 2006

Ég er búin að overdoza hrikalega vondan saltlakkrís, sem ég keypti í Bónus á 59. kr.

Friday, June 02, 2006

Krísa...

Tíminn bókstaflega flýgur áfram án þess að maður komi nokkru í verk. Ég er strax komin með ógeð á þessu bölvaða ritgerðarefni, sem engin sátt virðist ríkja um. Ég er alltaf að fatta betur og betur að ég skil bara ekki bofs í þessu efni. Ég er búin að snúast í endalaust marga hringi og er orðin ringluð á öllum þessum öskupum. Auk þess er maður dauðþreyttur eftir lítinn svefn undanfarnar nætur. Já, ég verð að viðurkenna að ég hef upplifað betri tíma en þessa. Ég hef því ákveðið að skreppa til Bahamaeyja í frí. (í huganum að sjálfsögðu) ;)

Thursday, June 01, 2006

Funny stuff...

Ef þið viljið lesa fyndna ferðasögu, þá mæli ég með að þið farið inn á þessa síðu: http://toothsmith.blogspot.com. Þurfið aðeins að skrolla niður, þetta er undir Kvennaferðin. Ég er búin að vera hlæjandi að þessu í allan dag. :D

Jæks...

Mér er mjög illa við sprautur, sem er ekki nógu gott því ég þarf að fara í tvær sprautur á eftir! Vona að ég grenji ekki í þetta skiptið. ...