Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Sunday, October 29, 2006

Diesel

Fékk síðbúna afmælisgjöf um helgina - diesel gallabuxur. Hefði aldrei tímt að kaupa mér svoleiðis sjálf og ég reyni að forðast það í lengstu lög að fara í 17. Ég þurfti hins vegar að fara þangað í dag til þess að skipta buxunum og fá minna nr. Til að gera langa sögu stutta þá ætla ég ekki inn í 17 á næstunni. Afgreiðslustúlkurnar ráfa bara þarna um og halda sennilega að þær fái borgað fyrir að glápa á spegilmynd sína í stað þess að afgreiða fólk! Allt í lagi að sýna smá þjónustulund. Um leið og ég fann buxur sem pössuðu dreif ég mig út. Var farin að svitna á efri vörinni eftir allt umstangið! ;)

Friday, October 27, 2006

Lalala....

Ég er ógeðslega dugleg að blogga! Mér finnst ég eigi að fá verðlaun! Ekki aðeins er bloggið mitt með eindæmum skemmtilegt heldur er það líka einstaklinga fræðandi og upplýsandi. Hverjir aðrir blogga t.d. um þingræði og fullveldisframsal í EES-samningnum? Annars segi ég bara allt ljómandi gott. Varð árinu eldri í gær. Fékk þó nokkrar afmæliskveðjur frá vinum og vandamönnum og fallegar gjafir. Ég sem hélt að maður fengi ekki lengur afmælisgjafir þegar maður væri orðinn svona gamall. Ég fékk nýja diskinn með Hildi Völu, geggjaðar snyrtivörur frá L'occitane búðinni og Channel fartölvu-tösku! Aldeilis flott. Það kann að hljóma ótrúlega en ég er að fíla veðrið núna - alveg í ræmur. Rigning og rok - I LOVE IT! Fór í göngutúr áðan í brjálaða veðrinu og svei mér þá hvað þetta var hressandi. Sit hérna núna með ofninn í botni, í flíspeysu með hettu (og hettan er btw á höfðinu), í hlýjum inniskóm og með sjal um mig miðja. Svo kosý eitthvað! ;)

Thursday, October 26, 2006

26 ár

...og stúlkan varð 1 árinu eldri, án þess að vera beðin um leyfi...

Wednesday, October 25, 2006

Fullveldisframsal í EES vs. ESB

Hans Petter Graver, lögfræðiprófessor við Óslóarháskóla, telur að þegar rætt er um muninn á fullveldisframsali, annars vegar í EES og hins vegar í ESB, felist það fyrst og fremst í lagalegri skilgreiningu þess orðs. Í pólitískri merkingu og raunverulegri framkvæmd sé munurinn sáralítill. Hann segir að þótt EES-ríkin geti formlega séð neitað að innleiða reglur ESB sem eiga að falla undir EES-samninginn, þá geti þau það ekki í raun og veru þar sem það myndi spilla einsleitni svæðisins í heild og sjálfum EES-samningnum yrði stefnt í hættu. Því kallaði norski lögfræðingurinn þessa stöðu EFTA-ríkjanna "stjórnskipulegt stórslys".

Tuesday, October 24, 2006

Þingræði...

Þingræðisreglan varð til í Englandi á 17. öld. Reglan felur í sér að ríkisstjórnin verður að njóta stuðnings meirihluta þingsins. Þingræði tengist lýðræðishugmyndum og byggir á því að allt vald sé með þjóðinni og að þjóðkjörin fulltrúasamkoma sé æðsta valdastofnun þjóðarinnar. Þingið eitt ákveður hvað eru lög í landinu og ákveður hverjir skulu sitja í ríkisstjórn.

That I would be good...

Lagið með Alanis Morisette, That I would be good, er uppáhaldslagið mitt þessa dagana. Hugljúft lag með einföldum og fallegum texta, sem færir mikilvægan boðskap. Ég túlka lagið þannig að hamingjan komi innan frá algjörlega óháð ytri aðstæðum og atburðum.

That I would be good
Even if I did nothing
That I would be good
Even if I got the thumbs down
That I would be good
If I got and stayed sick
That I would be good
Even if I gained 10 pounds
That I would be fine
Even if I went bankrupt
That I would be good
If I lost my hair and my youth
That I would be great
If I was no longer queen
That I would be grand
If I was not all knowing
That I would be loved
Even when I numb myself
That I would be good
Even when I am overwhelmed
That I would be loved
Even when I was fuming
That I would be good
Even if I was clingy
That I would be good
Even if I lost sanity
That I would be good
Whether with or without you

(Höf. Alanis Morisette)

Þarf að muna þetta... ;)

Einveldi í Danmörku var frá 1660-1849.

Monday, October 23, 2006

Norska...

Mér finnst að það eigi að kenna norsku í grunn- og framhaldsskóla í stað dönsku. Hún er svo miklu léttari og líkari íslenskunni. Ég get lesið þunga lögfræði texta á norsku án þess að blása úr nös og fletta upp í orðabók, þótt ég hafi aldrei lært staf í norsku. Hið sama er hins vegar ekki að segja um dönskuna, sem ég hef þó stúderað í fleiri ár!

Sunday, October 22, 2006

Útskrift...

Útskrift eiginmannsefnisins var á laugardaginn! Mín var viðstödd athöfnina í Háskólabíó ásamt tengdó. Athöfnin var nú dálítið langdregin, toppurinn var auðvitað þegar eiginmannsefnið tók við prófskirteininu og tók í hönd deildarforsetans. Ég og tengdó vorum aðsjálfsögðu sammála um að eiginmannsefnið væri langflottastur á svæðinu! ;) Um kvöldið var síðan smá teiti í Hamarsgerði. Skáluðum í kampavíni, borðuðum ótrúlega góðan mat og fengum gott rauðvín með matnum. Ég át sko á mig á gat. Beið bara eftir því að eiginmannsefnið myndi gefa mér olnbogaskot og segja mér að hemja mig! Vorum síðan alveg dauðuppgefin um 11 leytið og fórum heim að lúlla. (alveg satt...) Athöfnin og allt átið hefur greinilega tekið sinn toll...

Friday, October 20, 2006

Afrek dagsins:

...tókst að stytta 30 bls. kafla í 15 bls. Þá tekur við að stytta þessar 15 bls. niður í 7 bls. En jæja, er farin í Smáralind to spend some money! Sjáumst!

Thursday, October 19, 2006

Á ég að segja ykkur...

- Ég er ekki að fíla veðrið þessa dagana. Þoli ekki svona mikla sól. Það er komið haust og ég krefst þess að veðrið sé í samræmi við árstíðina. Ég panta rok og rigningu - takk!
- Ég er óvinnufær og óökufær sökum þreytu...
- Ég er líka svöng en það er ekkert gott til að borða...
- Ég þarf að fara kaupa mér nýja eyrnatappa...
- Ég er með sár á þumalfingri og það blæðir...

Sunday, October 15, 2006

Föstudagskvöld...

...eru greinilega orðin pizzu-kvöld...eldaði heimatilbúna pizzu á föstudagskvöldið og í þetta skiptið var kökukefli notað til verksins, sem þýðir betri og þynnri botnar! Þetta er allt að koma! ;) Drakk einnig 2-3 rauðvínsglös með...ekki laust við að ég hafi aðeins fundið á mér. Lá síðan í leti á laugardaginn, tók til og glápti á nokkra LOST þætti og las í bókinni eftir Þráin Bertelson: Dauðans óvissi tími. Manni veitir ekki af smá fríi frá ritgerðarhryllingnum. Ætlaði síðan að kíkja yfir til pönnunnar um kvöldið en sofnaði yfir imbanum þannig að það varð ekki mikið úr þeim áformum! ;) But anyway - On with the butter!

Friday, October 13, 2006

Sýrutripp...

Ég er að lesa yfir kafla í ritgerðinni, sem ég hef ekki kíkt á í langan tíma! Aðeins ein skýring kemur til greina: ég hlýt að hafa skrifað þessa kafla þegar ég var á sýrutrippi.

Thursday, October 12, 2006

Note to self...

Muna að pissa í glas strax í fyrramálið, miðbunu, takk!

Monday, October 09, 2006

The weekend...

Fín helgi að baki. Var reyndar í alveg snældu vitlausu skapi framan af á föstudeginum. Ég kenni hins vegar fyrirtíðaspennu og fullu tungli um. Bjó til heimagerða pizzu um kvöldið. Í ljósi þess að það var ekki til neitt kökukefli á heimilinu, brá ég á það ráð að nota 2 lítra kókflösku í staðin! Stundum verður maður bara að bjarga sér. Pizzan heppnaðist alveg ljómandi vel þrátt fyrir efasemdir húsmóðurinnar í fyrstu og nú veit ég hvað ég ætla gefa eiginmannsefninu í útskriftargjöf! (eitt stykki kökukefli) ;) Á laugardaginn fórum við í hressandi göngutúr niður í miðbæ, gengum Hverfisgötuna, Laugarveginn og kíktum aðeins í Kolaportið. Enduðum síðan á að fá okkur pylsu á Bæjarins bestu. Mjög rómantískt! ;) Héldum síðan heim á leið og tókum smá LOST-maraþon, sería II. Um kvöldið fór ég heim í mat, þar var franskur sveitamatur á boðstólnum, a la pabbi. Á sunnudeginum komu síðan foreldrar eiginmannsefnisins í heimsókn í kaffi og kökur. Sem sagt bara mjög hugguleg helgi í alla staði! :)

Wednesday, October 04, 2006

Pabbi...

Pabbi kom heim frá Indlandi í dag. Það var gott að fá hann aftur heim. Ég er nú alltaf dálítið áhyggjufull þegar hann fer svona langt í burtu. Hann kom með skemmtilegar sögur í farteskinu og gjafir handa allri fjölskyldunni. Ég fékk svarta sparitösku með perlum, ljósbleikt sjal og marglitaðan silkitrefil. Aldeilis flott... :)

Haust...

Voðalega er eitthvað orðið kalt! Það er greinilega komið haust. Held svei mér þá að ég þurfi að fara taka fram ullasokkana og sjalið, sem Ásta vinkona heklaði handa mér.

Tuesday, October 03, 2006

Hroki...

Ég hef tekið eftir því undanfarið að ég á til að vera hrokafull hvað varðar tiltekið málefni og stafar það líklegast af óöryggi og ótta og viðleitni til að verja eigin hagsmuni. Ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að hætta því! ;)

Monday, October 02, 2006

Indigo stelpan...

Indigo-stelpan kom í heimsókn í dag. Hún vildi síðan ekki fara heim, ekki frekar en venjulega. Ég hugsa að við endum bara með því að ættleiða hana! ;)
Hildur systir: Jæja, nú er komin tími til að þú farir heim.
Indigo-stelpan: Oooo, ég nenni ekki að vera með þessu fólki!
Hildur systir: Nei, þá skaltu nú bara drífa þig heim.
Indigo-stelpan: Nei, ég var sko ekki að meina ykkur. Þið eruð svo sæt!

Helgin...

Helgin var góð. Barnaafmæli hjá systur minni á föstudaginn sem stóð frá kl. 5 til 1 um nóttina. Frá 5-8 voru tuttugu brjálaðir krakkar hlaupandi út um allt hús. Mjög hressandi. Krakkarnir horfðu síðan á hryllingsmyndina, The Grudge, sem endaði með því að ein stúlkan fór að gráta og ég þurfti að fylgja öllu liðinu heim til sín því ekki voru foreldrarnir til taks til að sækja börnin sín. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef mjög gaman af börnum, þ.e. þegar vel liggur á mér! ;) Klukkan 8 kom síðan móðurfjölskyldan í heimsókn í súpu og brauð. Það var rosa gaman að hitta fjölskylduna, enda langt síðan hún hefur komið saman, það er einna helst á jólum og páskum, sem það gerist nú orðið. Það var mikið hlegið eins og venjulega, þó aðallega af tilteknum vinahóp hér í bæ, sem á það til að ganga full langt í því að steggja vini sína. Á laugardaginn fór ég síðan í heimboð til vinkonu minnar, úr lagadeildinni. Aldeilis huggulegt, þríréttað og boðið upp á hvítvín með matnum. Svaf til eitt á sunnudaginn og fór svo í hressandi göngutúr meðfram Ægissíðunni með eiginmannsefninu. Restinn af deginum fór svo bara í chill og smá endurskipulagningu í klæðaskápnum! Loksins, fékk ég almennilegt helgarfrí! ;)