Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Monday, July 31, 2006

Ja, hérna hér...

Þessi dagur er búin að vera spes. Hann hófst með stór-hreingerningunni miklu. Mér tókst síðan að læsa mig úti, í gegnsæjum hlírabol (og engum brjóstahaldara) og joggingbuxum með gati í klofinu. Hélt ég yrði ekki eldri! Var heillengi að ákveða hvernig ég ætti að snúa mér í stöðunni. Endaði síðan á því að banka upp á hjá einni nágrannakonu og fá að hringja. Það sem mér leið vandræðalega. En mér tókst að redda málunum! Eignaðist síðan nýja vinkonu hérna í hverfinu. Hún er reyndar ekki há í loftinu. Sú stutta segist vera 5 ára og ákvað bara sjálf að hún ætlaði í göngutúr með hundinn minn. Ég hafði ekki í mér að segja nei og lét hana plata mig í 2 göngutúra og lék síðan við hana út í garði. Það sem hún ráðskaðist með mig og hundinn. Hef aldrei lent í öðru eins. Hundurinn var farin að horfa á mig bænaraugum...(help me) Og hún ætlar sko að koma í heimsókn til mín á morgun. Hef aldrei kynnst svona sérstöku barni. Hef grun um að hún gæti verið af Indigo-kynslóðinni svokölluðu.

Summertime...

...And the living is easy....Hvað varð eiginlega um sumarið? Þetta sumar er gjörsamlega búið að fljúga áfram! Verslunarmannahelgin í nánd og alles. Ekki það að maður fari eitthvað um Verslunarmannahelgina. Best að vera bara heima í notalegheitum þá helgi. Skemmtilegt laugardagskvöld að baki. Kveðjupartý á Eggertsgötunni hjá Hönnu. Á boðstólum var alveg delicious humarsúpa, matreidd af meistarakokkinum og Danmerkurfaranum, Ástu, ásamt hvítlauksbrauði og hvítvíni. Margar myndir teknar, þar sem sumir settu sig í ansi grófar stellingar (nefni engin nöfn) og almennur fíflaskapur í hávegum hafður. (like usual) Ég er farin að halda að við séum haldnar alvarlegum "sjálfsdýrkunar-syndrome" á djamminu, miðað við allar myndirnar, sem eru alltaf teknar. ;) Sunnudagurinn fór í chill og tiltekt í klæðaskápnum. Komst að því að ég á allt of mikið af bolum! Meira en góðu hófi gegnir. En jæja, ætla fara út að hoppa á trampólíninu. See ya.

Friday, July 28, 2006

Ég er að reyna venja mig af því að sitja með krosslagða fætur. Það ku víst vera óhollt. Mér finnst það erfitt.

Thursday, July 27, 2006

Bara fyndið...

Samkvæmt þessu forriti: http://myheritage.com, þá líkist ég eftirfarandi heimsþekktu konum:
Preity Zinta - 74%
Liv Tyler - 74%
Chandrika Kumaratunga - 73%
Diana Rigg - 73%
Claudia Schiffer - 73%
Bipasha Basu - 72%
Angelina Jolie -72%
Shakira - 72%
Esther Ofarim - 71%
Moran Atias - 71%
Veit reyndar ekki hver helmingurinn af þessum konum er og finnst mér þær nú allar mjög ólíkar innbyrðis, en það er gaman að þessu! ;)

Lögmannaeiður

En hvervetna þar sem lögbók sker eigi skilríkilega úr, þá skal ek eptir því hvers manns mál dæma, sem ek vil andsvara fyrir guði á dómadegi, at réttiligast sé eptir minni samvizku, og þó með þeirra vitrustu manna ráði og samþykki sem þá eru hjá mér, svá um ríkan sem um fátækan, ungan sem um gamlan, sakaðan sem um sifjaðan, skyldan sem um óskyldan. (Jónsbók. Um lögmanna eið)

Monday, July 24, 2006

Bikardrottning...

Dula umlýkur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður á vegi hennar að kynnast sér náið. Hún er góð manneskja en dreymin oft á tíðum. Hún á það til að dreyma um eigin framtíð og annarra ómeðvitað. Hún býr yfir styrk sem er ekki auðsjáanlegur á neinn hátt og gáfuð er hún. Konan er viðkvæm oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki. Hún kann að virðast skrýtin en það er eingöngu misskilningur þeirra sem þekkja hana ekki og fá eflaust aldrei tækifæri á því. Hún er skapandi, gjöful og góð alla leið. Svei, mér þá held bara að þetta sé lýsing á sjálfri mér! Set samt fyrirvara við skapandi, gjöful og góð alla leið! ;)

Bubbi er kóngurinn...

Í mínum augum er bara einn kóngur og það er Bubbi Morthens. Mæli hiklaust með nýja diskinum hans Bubba, Lögin mín. Þar er að finna eitt nýtt lag og svo gamla Bubba-slagara í nýjum búningi. Algjör snilld!

Sunday, July 23, 2006

Stelpurnar...

Grænmetispíkur, Píkan, Skítholti (lesist: Grænmetispítur, Pítan, Skipholti). Það er kannski barnalegt en ég og systir mín hlógum þvílíkt að þessu atriði úr Stelpunum á Stöð II., um þuluna, sem gat aldrei farið rétt með skjáauglýsingarnar! ;)

Saturday, July 22, 2006

Gunnhildur...

Mín skellti sér bara í fjallgöngu í gær. Gekk upp hana Gunnhildi blessaða í Vífilstaðahlíð. Langiafi minn heitinn, Helgi Ingvarsson, yfirlæknir á Vífilstaðaspítala, fékk berkla og gekk upp þetta fjall á hverjum degi. Hann vissi að ef hann gæti náð áfangastað án þess að spúa blóði þá væri hann orðinn frískur. Og viti menn - einn daginn tókst honum það! Ég og mamma verðlaunuðum okkur síðan með að fá okkur ís með heitri karmellusósu. Það var reyndar ekki alveg samkvæmt planinu, sem var að gera magaæfingar eftir gönguna! En stundum getur verið erfitt að standast freistingarnar! ;)

Friday, July 21, 2006

og...

...þá var glatt í höllinni...

Thursday, July 20, 2006

Justice must not only be done...

...It must also be seen to be done...

...

I'm so hot! My brain is on fire!

Tuesday, July 18, 2006

...

Ég er klósettpappírsrúlluspreðari!

Monday, July 17, 2006

...

Ég fór út áðan og öskraði. Sem betur fer urðu ekki margir vitni að því. Einn maður á hjóli og tveir litlir strákar á línuskautum.

Sunday, July 16, 2006

...

Í dag minntist ég stráks sem ég kynntist, á mínum yngri árum. Hann söng um bleika fíla og talaði um að mála mynd af rauðum karfa. Hann veit líklega ekki hvaða áhrif hann hafði á samferðafólk sitt. Hann lýsti upp herbergið, hvar sem hann var, með fallegu brosi sínu og skemmtilegum húmor. Hann var frjálslegur í fasi og mikill draumóramaður. Hæfileikaríkur var hann og sannkallaður gleðigjafi. Ég er viss um að hann hafi ekki látið neinn ósnortinn sem varð á vegi hans í þessu lífi.

Friday, July 14, 2006

Alltaf sama blíðskaparveðrið á gamla góða klakanum. Mér finnst nú samt svona veður dálítið kosý, sérstaklega þegar maður getur verið heima hjá sér á náttfötunum og kveikt á kertum! ;)

Thursday, July 13, 2006

B fyrir boring...

Tuesday, July 11, 2006

...Skemmtilegar þessar systur...

Monday, July 10, 2006

Í kaffivímu...

Merkilegt hvað góður kaffibolli getur hresst mann við. Gærdagurinn fór nú bara í leti, lá í sólbaði út á trampólíni mest allan daginn. Tók mér líka hrífu í hönd og rakaði saman grasi. Dugleg stelpa! ;) Skemmtilegt matarboð um kvöldið, þar sem mikið var étið og hlegið! Gestirnir fræddu okkur um Indland og indverska menningu. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt! Maður ætti kannski að skella sér til Indlands til að víkka sjóndeildarhringinn! ;)

Saturday, July 08, 2006

Í gær gekk allt á afturfótunum hjá mér. Gerði þrjár tilraunir, sem allar mistókust. Ég svaf hins vegar ótrúlega vel í nótt, ætli svefninn geri ekki gæfumuninn. Er allavega hress í dag. ;)

Friday, July 07, 2006

SHITT!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Thursday, July 06, 2006

Kjarni málsins:

Garðar Gíslason: Kjarninn í sögu H.C. Andersen af nýju fötum keisarans er ekki að menn sæju ekki að keisarinn væri í engu nema nærfötunum, fyrr en blessað barnið benti á það, heldur einmitt hitt, að menn sáu þetta en þorðu ekki að hafa orð á því af ótta við samborgara sína í hinum ýmsum áhrifastöðum. Barnið bar ekki slíkan ótta.

Margt er skrýtið í kýrhausnum...

Ja, hérna. Fjölskyldan hélt upp á tíðindin með því að fá sér kínverskan. Kannski smá kaldhæðni í því. ;)

Wednesday, July 05, 2006

Ég veit að það er ljótt að segja svona...

en, mér finnst tiltekin manneskja sem er eldri og reyndari en ég hrikalega vitlaus og ég læt það fara óstjórnlega í taugarnar á mér. ...

Tuesday, July 04, 2006

Hugmyndir og kenningar...

Garðar Gíslason: Hugmyndir okkar og kenningar um það hvernig lífið og raunveruleikinn er, getur náð slíkum tökum á okkur að þær láti okkur sjá allt í sinni mynd. Hugmyndirnar geta gagntekið okkur þannig að við sjáum ekki annað en það sem þær leyfa...

Monday, July 03, 2006

Að skrifa ritgerð er góð skemmtun...

Maður verður allavega að reyna telja sér trú um það... ;)

Saturday, July 01, 2006

Ekki fyrir viðkvæma!

Fékk þetta sent frá sóðalingnum, henni Ástu og ákvað að birta þetta hér. Þeir sem þekkja mig vita að það er ekki líkt mér að birta svona lagað, en ég er ekki með sjálfri mér þessa dagana! ;)
Draugadrjóli:
Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur:
Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur:
Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli:
Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur:
Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur:
Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita:
Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur:
Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur:
Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar
Mænustunguskítur:
Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):
Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Háklassakúkur:
Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur:
Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð.
Slórskítur:
Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja:
Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Mikilmennskukúkur:
þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn:
kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.
Klippikúkur:
sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa-kúka

...

Mér finnst lífið mjög súrrealískt þessa dagana. Þarf að klípa mig reglulega til að athuga hvort mig sé ekki að dreyma.