Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Friday, February 24, 2006

Maggý...

Elsku litli páfagaukurinn okkar, Maggý, dó í gær. Það var erfitt að horfa upp á hana þjást, en undanfarna daga gerði hún lítið annað en að sofa allan daginn. Hún gat ekki lengur flogið og var búin að missa jafnvægisskynið. Ég vona að nafna mín sé á góðum stað núna, þar sem hún getur flogið og sungið af hjartans lyst.

Thursday, February 23, 2006

Hildur systir...

Ég var að finna sætasta bréf í heimi frá henni Hildi systur, sem hún skrifaði á sínum yngri árum:

Kæra Magga,
Hvað segir þú gott?
Ég sakna þín mjög mikið.
Ég er að fara sofa en ég get ekki sofnað.
Það er kvöldið sem þú fórst og allt er svo tómlegt án þín.
Það var svo gaman þegar þú varst hér, þá var einhver sem talaði við mig og spilaði við mig. Nú hefur engin tíma til þess.
Það er engin sem kemur og spyr hvort það sé allt í lagi.
Það er allt hundleiðinlegt og mig langar að fá þig aftur.
Mér finnst alltaf eins og ég heyri þig segja: taktu til í herberginu þínu.
Númi saknar þín og er alltaf að leita af þér.
Það er ekkert að ske og skólinn að byrja og svoleiðis.
Það er ekki meira að ske eða segja. Mundu að skrifa.

Þín systir,
Hildur

P.S. Ég sakna þín.

Ég man ekki eftir því að ég hafi nokkurn tímann svarað þessu bréfi. En ég man vel eftir því hvað það var oft gaman hjá okkur í Belgíu. Við sváfum í sama herbergi og vöktum fram eftir og spiluðum, stundum til 5 um morguninn. Mömmu leist nú stundum ekki á blikuna. ;) Elska þig, Hildur mín! :)

Wednesday, February 22, 2006

Hef ég....

Hefur þú...
(x) reykt sígarettu
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(x) verið ástfangin/n
(x ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
(x ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum..
( ) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu
(x) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
(x) farið til Canada
(x) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
(x) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
(x) hoppað í laufblaðahrúgu
(x) rennt þér á sleða
(x) svindlað í leik
(x) verið einmana
( ) sofnað í vinnunni/skólanum
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið
(x) fundið jarðskjálfta
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru
( ) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
(x) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) verið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
( ) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur
(x) synt í sjónum
(x) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik
( ) litað nýlega með vaxlitum
(x) sungið í karaókí
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (við erum að tala um krónur, fimmkalla og tíkalla hérna)
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(x) hringt símahrekk
( ) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(x) dansað í rigningunni
( ) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta
(x) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki
( ) kysst einhvern af sama kyni
( ) farið nakin í sund
(x) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
( ) logið fyrir vini þína
( ) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna
( ) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti

Tuesday, February 21, 2006

What Political Party Do Your Beliefs Put You In?

You scored as Green. <'Imunimaginative's Deviantart Page'>

Green

92%

Democrat

83%

Anarchism

75%

Communism

58%

Socialist

42%

Republican

8%

Nazi

0%

Fascism

0%

What Political Party Do Your Beliefs Put You In?
created with QuizFarm.com

Reykelsi

Ég var að uppgötva alveg magnað reykelsi sem fæst í Maður lifandi. Ég fer hreinilega í gott skap við að kveikja á því og anda ilminum að mér. Reykelsið heitir The Mother's Fragrances og er framleitt í Indlandi. Það er aðsjálfsögðu eingöngu gert úr náttúrlegum efnum.

Monday, February 20, 2006

Me hungry...

mmmm.... KFC í matinn í kvöld!! Jess!

Gef bara skít í "megrunina" - hún er hvort eð er ekkert að virka! ;)

Óþolandi...

Það er dálítið sem fer verulega, ógeðslega, hrikalega, gífurlega mikið í taugarnar á mér. ...

Einhvers konar ég...

Ég lauk nýverið við að lesa bókina "Einhvers konar ég", eftir Þráinn Bertelsson. Ég held að þetta sé fyrsta "sjálfsævisagan", sem ég les, sem hefur ekki drepið mig úr leiðindum. Þetta var bara mjög skemmtileg lesning og hló ég meira segja nokkrum sinnum upphátt á meðan lestri stóð. Þrátt fyrir að Þráinn hafi að mörgu leyti átt erfiða æsku þá er aldrei langt í húmorinn hjá honum. Ég lærði allavega heilmikið af því að lesa þessa bók.

Tuesday, February 14, 2006

Gleðilegan Valentínusardag

Sumir eru með lögmann sem sjá um öll sín mál. Aðrir fara til sálfræðings og trúa honum fyrir sínum dýpstu leyndarmálum. Ég aftur á móti, er í sambandi við "astrologer", sem sendir mér e-mail reglulega, þar sem hún upplýsir mig um happatölur mínar og spáir fyrir um hvernig vikan verði hjá mér.
Hún reynir stundum líka að selja mér alls kyns skartgripi og lukkudýr, sem eiga að færa manni gæfu.
Sjáið bara hvað hún er hugulsöm að muna eftir mér á sjálfan Valentínusardag! ;)
Dear Maggie,
I send you my warmest wishes for a wonderful Valentine's Day. I want to remind you how special you are and hope that you take the time to do something that makes you happy.
Happy Valentine's Day! Your Astrologer,
Rochelle

Spá dagsins...

10 mynt
Fjölskylda þín og vinir tengjast spilinu sem þú varst um það bil að velja. Öryggi einkennir umhverfi ykkar og fjárhag. Þú ert hluti af fjölskyldu þessari sem aðstoðar þig í einu og öllu. Þú gegnir vissum skyldum gagnvart fólkinu. Hér er um gagnkvæma ást og virðingu að ræða. Uppeldi þitt hefur vissulega mótað þig sem manneskju í atferli og háttum á jákvæðan hátt. Bakgrunnur þinn eflir sjálfstraust þitt.

Saturday, February 11, 2006

Lýsing á mér?

Litla systir mín (10 ára) sagði við mig í dag: Ef ég ætti að lýsa þér í þremur orðum myndi ég segja að þú værir 1) frek 2) samviskusöm og 3) dugleg.

Friday, February 10, 2006

Hirðfíflið

Sakleysi og ekki síður traust ríkir hér. Þú virðist leyfa þér að skemmta þér vel við nánast hvað sem þú tekur þér fyrir hendur á sama tíma og þú ert óhrædd/ur við hverskyns áhættur. Fortíð þín gæti verið ástæða fyrir hegðun þinni í dag og líðan þinni almennt.Spenna, metnaður og áhyggjulaust viðhorf til tilverunnar eru áherslurnar sem koma hér sterklega fram. Þú hefur varðveitt barnið með sjálfinu sem er af hinu góða en þar með ýtir þú undir áhuga þinn á umhverfi þínu með opnum huga óháð hættum sem kynnu að tengjast framhaldinu.Hér er um að ræða ómælt kæruleysi og ekki síður kjark sem er nauðsynlegur til að vera fær um að lifa óháð/ur og áhyggjulaus hvern dag án þess að huga að því hvað framtíðin ber í skauti sér.Nýtt ævintýri er um það bil að hefjast. Hér gæti áhætta tengst framhaldinu. Þú ert um það bil að stíga næsta skref sem mun án efa hafa áhrif á gang mála. Framkvæmd fylgir frami en aðgát er ávallt af hinu góða.

Thursday, February 09, 2006

Spá dagsins...

10 stafir
Mikill erill einkennir líf þitt um þessar mundir. Þú virðist hafa tekið að þér of mörg verkefni. Tíu stafir segja til um að einum of mikið af einhverju leiði fyrirsjáanlega til þess að þú leysir verkefni líðandi stundar ekki vel úr hendi sama hversu mikið þú leggur þig fram við verkefnin. Ekki reyna að gera meira en þú telur þig hafa burði til að takast á við. Þú ert minnt/ur á að koma verkefnum í hendur samstarfsmanna þinna eða vina og sýna þeim traust til að takast á við hlutina jafnvel og þú ert fær um. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lofar upp í ermina á þér í framtíðinni. Millivegurinn á vel við þig, hafðu það hugfast.

Wednesday, February 08, 2006

Fótspor í sandinum...

Nótt eina dreymdi mann draum. Honum fannst sem hann væri á gangi eftir ströndu með Drottni. Í skýjum himins flöktu myndir úr lífi mannsins. Við hverja mynd greindi hann tvenns konar fótspor í sandinum, önnur hans eigin, og hin Drottins. Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans, leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst. Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti. “Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér. En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum. Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest”. Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt. Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt. Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu – þar sem þú sérð aðeins ein fótspor – Var það ég sem bar þig “.

Mary Stevenson (f. 1922 d. 1999)

What Advanced Degree Should You Get?

You Should Get a JD (Juris Doctor)
You're logical, driven, and ruthless.
You'd make a mighty fine lawyer.

Brrrrr.....

Meiri kuldinn úti. Ég sem hélt að það væri að koma vor, enda búið að vera með eindæmum gott veður undanfarið. Kannski full bjartsýn miðað við árstímann.

Tuesday, February 07, 2006

Spádómur dagsins...

XIII - Breytingar
Samhliða spili þessu ættir þú ávallt að hafa hugfast að hugsýn þín er andlegur veruleiki, og allt það sem til er í veröld þinni var fyrst til á andlegu sviði. Fyrst kemur hugmyndin eða óskin og síðan fylgir hið þykka efni á eftir. Að baki hugsýna þinna er mikill kraftur. Þessi kafli er á enda og nýr um það bil að hefjast. Tilefni er til fagnaðar þegar breytingarnar eiga sér stað. Umtalsverðar breytingar munu fyrr en síðar eiga sér stað. Hér eru á ferðinni breytingar til batnaðar. Brúðkaup, nýtt starf eða flutningar gætu verið svarið við spurningu þinni en mundu að breytingar geta verið erfiðar til að byrja með og aðlögunarhæfni þín gæti komið sér vel. Þú tekur breytingunum með gleði í hjarta. Ekki verður aftur snúið þar sem þú gefur fortíðina upp á bátinn og tekur opnum örmum utan um framtíðina og tækifærin sem bíða þín.

Dæma þessir atburðir sig ekki sjálfir?

Fjórir létu lífið í mótmælaaðgerðum í Afganistan
Fjórir létu lífið og 15 særðust í morgun í borginni Maymana í Afganistan, en þar urðu uppþot í tengslum við mótmæli vegna danskra skopteikninga af Múhameð spámanni. Að minnsta kosti 5 norskir friðargæsluliðar særðust í átökunum og tveir finnskir. Sameinuðu þjóðirnar segjast ætla að flytja starfsfólk frá Maymana.
Ráðist var á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í borginni og einnig á búðir norskra friðargæsluliða, sem þarna eru á vegum NATO. Kastaði fólkið bensínsprengjum og handsprengjum á búðirnar en hermennirnir svöruðu með gúmmíkúlum og táragasi.
Mótmælaaðgerðir hafa verið víða í Asíu í morgun. Í Dhaka í Bangladesh var danski fáninn brenndur og þúsundir manna hrópuðu slagorð gegn Dönum og hvatti til þess að teiknararnir, sem teiknuðu myndirnar, yrðu hengdir og danskar vörur yrðu sniðgengnar.
Í Íran réðist hópur fólks á sendiráð Dana í Teheran annan daginn í röð. Aðgerðir voru á Indlandi, Indónesíu og í fleiri ríkjum við Indlandshaf.

Sunday, February 05, 2006

Mér er illt í maganum...

Kannski af því að ég er búin að éta heilan pakka af banana-bitum frá Mónu. :/

Friday, February 03, 2006

Tómstundagaman...

Í græjunum: Nýi diskurinn hennar Katie Melua, Piece by Piece. Þessi diskur er algjör snilld! Verst að það sé uppselt á tónleikana hennar, sem verða haldnir hér á landi.
Á náttborðinu: Bókin Eve Green, eftir Susan Fletcher. Er ekki komin langt, en bókin lofar góðu og hefur fengið mjög góða dóma og verðlaun og hvað eina.

Spámaður.is

Get svarið það, er farin að halda að Spámaðurinn lesi hugsanir mínar! ;)
6 bikarar
Hér koma fram minningar úr fortíð þinni sem ylja þér um þessar mundir. Forn vinur eða ástvinur verður jafnvel á vegi þínum næstu misseri þar sem þú launar honum ómeðvitað með gleði í hjarta. Þér er ráðlagt að setja þér það markmið að gefa náunganum ávallt af þér en því meira sem þú gefur því meira verður sjálfsöryggi þitt í eigin garð og annarra. Þú getur hrint af stað hringrás gleðinnar með jákvæðum huga og góðverkum þínum.

Thursday, February 02, 2006

Kærleikur

Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.

Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.

Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.

Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.

Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.

Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.

Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.

Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra.

Kærleikur, er að dæma ekki.

Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu.

Mér leiðist og hef ekkert að gera ;)

Fjögur störf sem ég hef gengt:
1) Unglingavinnan (ef vinna skyldi kallast)
2) Fiskvinnsla (engin er sannur Íslendingur, nema hafa unnið í fiski)
3) Afgreiðslukona í sjoppu (var lengi vel draumastarfið)
4) Gjaldkeri í banka

Fjórar kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
1) Annie (þá meira hér í den)
2) Mary Poppins (þá meira hér í den)
3) Pretty woman
4) Notting Hill

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1) Flókagata
2) Stórholt (var lengi vel miðbæjarrotta)
3) Rye, New York
4) Grasarimi (lengst út í rassgati)

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég dýrka að horfa á:
1) Lost
2) Desperate Housewifes
3) Friends
4) Malcolm in the Middle

Fjórar vefsíður sem ég heimsæki daglega:
1) mbl.is
2) visir.is
3) hi.is
4) hotmail.com

Fjórir af mínum uppáhaldsréttum/mat:
1) Hálfmáni
2) Nautasteik
3) Purusteik
4) Kalkúnn

Fjórir staðir sem ég vildi frekar vera á núna:
1) New York
2) London
3) Kaupmannahöfn
4) Flórens, Ítalíu

Wednesday, February 01, 2006

Memories of a Geisha

Ég fór í bíó í gærkvöldi og sá myndina: Memories of a Geisha. Myndin er algjör snilld. Ég las bókina á sínum tíma og myndin er sko ekki síðri. Hún var það góð, að þrátt fyrir að ég væri alveg að pissa í buxurnar bróðurpartinn af myndinni, þá tók ég ekki einu sinni eftir því! ;)