Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Thursday, August 31, 2006

Fjörfiskur... - part II.

Ef einhver veit góð ráð við fjörfiski, þá má sá hinn sami láta mig vita!!!!

Rockstar...

Þessi andvökunótt okkar Íslendinga, hefur greinilega borgað sig! Við erum náttla alveg sér á parti. Það kom mér hins vegar mjög á óvart að Ryan skyldi detta út. Hefði frekar veðjað á Lucas eða Storm. Að lokum held ég að þetta verði slagur milli Magna, Dilönu og Toby.

Wednesday, August 30, 2006

Smá væmni...

Gömul kínversk kona átti tvo leirpotta sem hún hengdi á sitthvorn endann á langri stöng sem hún bar á öxlum sínum. Á hverjum degi gekk hún langa leið að uppsprettu til að sækja vatn. Annar potturinn var sprunginn eftir endilöngu og var því aðeins hálffullur þegar heim kom. Hinn potturinn var alveg heill og skilaði sér alltaf fullur af vatni eftir þessa löngu leið heim að húsinu. Svona gekk þetta í tvo ár, daglega gekk gamla konan með pottana að uppsprettunni og daglega kom hún heim með aðeins einn og hálfan pott af vatni. Auðvitað var fullkomni potturinn ánægður með sína frammistöðu en sprungni potturinn skammaðist sín og leið mjög illa þar sem frammistaða hans var aðeins til hálfs við það sem hann var skapaður til að gera. Eftir tveggja ára vinnu talaði hann til konunnar við uppsprettuna. "Ég skammast mín fyrir frammistöðu mína, vegna sprungunnar á hlið minni lekur helmingurinn af vatninu burt á leiðinni heim. Þú ættir að henda mér og fá þér nýjan pott. Gamla konan brosti, "Hefur þú tekið eftir að þín hlið við götuna er blómum skreytt á meðan engin blóm vaxa hinum megin götunnar? Það er vegna þess að ég hef alltaf vitað af þessum galla þínum og þess vegna sáði ég fræum á þinni hlið götunnar og á hverjum degi þegar við göngum heim vökvar þú blómin mín. Ég hef um árabil getað týnt þessi fallegu blóm og skreytt heimili mitt með þeim. Af því að þú ert eins og þú ert þá hef ég fengið að njóta fegurðar blómanna. Það er eins með okkur manneskjurnar, enginn er gallalaus. En það eru gallarnir og sprungurnar sem gera hvern og einn einstakan. Þess vegna er svo spennandi að kynnast og eyða ævinni saman. Við þurfum bara að læra að taka hverri manneskju eins og hún er og sjá jákvæðu hliðarnar hjá hvert öðru.

Tuesday, August 29, 2006

Crazy...

Jæja, klukkan er að verða 5 og ég er búin að vera kjósa eins og mófó í alla nótt. Held ég sé orðin alveg snældu klikkuð. Ef ég væri hins vegar á launum eins og Alda, þá hefði ég góða afsökun! Farin að sofa. Góða nótt.

Áfram Magni...

Ætli maður verði ekki að reyna að vaka í nótt og kjósa hann Magna "okkar". Ef ég skyldi sofna, en mér er illmögulegt að vaka frameftir þessa dagana, þá stilli ég bara vekjaraklukkuna. ;)

Sunday, August 27, 2006

Litla vinkonan...

Litla vinkona mín bankaði upp á 8 sinnum í gær. Sú er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið. Kannski full mikið af hinu góða. ;) Hér má sjá eitt af þeim samtölum, sem átti sér stað á milli okkar:
Vinkonan: "Áttu eitthvað að borða handa mér?"
Ég: Hugsa með mér að kannski losni ég við hana með því að gefa henni eitthvað snarl og segi því: "Viltu snakk?"
Vinkonan: "JÁ!"
Ég: Fer og set nokkrar snakkflögur í lítinn poka handa henni.
Vinkonan: "Hva, er snakkið að verða búið hjá ykkur?"
Ég: "Nei, það er smá eftir."
Vinkonan: "Ég vil fá það líka."

Nýtt líf...

Ég trúi því að á hverjum degi hlotnist manni tækifæri til að byrja nýtt líf. (Oprah Winfrey)

Wednesday, August 23, 2006

Fjörfiskur...

Það er svo mikið fjör hjá mér. Ég er meira segja komin með fjörfisk í augað!

Sunday, August 20, 2006

Indigo stelpan...

Litla vinkona mín, Indigo barnið, kom í heimsókn í dag. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef lúmskt gaman af henni.

Saturday, August 19, 2006

Heilsuhúsið og Matthew McConaughey...

Ég og mamma misstum okkur í Heilsuhúsinu í gær. Keyptum alls kyns vítamín, töflur og mixtúrur, sem eiga bæta líkamlega og andlega líðan. Um kvöldið leigði ég myndina Failure to launch með Matthew McConaughey og Sarah Jessica Parker í aðalhlutverkum. Ekkert brilliant mynd þar á ferð en ágætis afþreying svo sem. Maður gerir ekki miklar kröfur í dag. Það hjálpaði mikið hvað Matthew McConaughey er mikill hunk. ;)

Thursday, August 17, 2006

I'm bringing sexy back...

....Hell Yeah...

Nokkrir gullmolar...

Það er ekki til neitt sem heitir hlutlægur veruleiki eða hinn "raunverulegi heimur. Ekkert er algilt. Andlit versta óvinar þíns gæti verið andlit besta vinar míns. Atburður sem er harmleikur í augum eins gæti verið frjókorn ótakmarkaðra möguleika í augum annars. Það sem aðgreinir fólk sem er hresst og jákvætt frá þeim sem eru ævinlega vansælir er hvernig þeir túlka og bregðast við aðstæðum í lífinu.
Það eru engin mistök í lífinu, bara lærdómur. Það er ekkert til sem heitir neikvæð reynsla, aðeins tækifæri til að vaxa, læra og sækja fram til sjálfsstjórnar. Barátta eflir styrk. Jafnvel sársaukinn getur verið stórkostlegur kennari.
Þegar þú ert innblásinn af einhverju stórkostlegu markmiði, einhverju óvenjulegu verkefni, slíta hugsanir þínar af sér öll bönd; hugur þinn þenst út fyrir öll mörk, meðvitund þín víkkar til allra átta og þú kemst inn í nýja, stórkostlega og dásamlega veröld. Sofandi öfl, hæfileikar og gáfur lifna við og þú uppgötvar að þú ert mikilfenglegri manneskja en þig hafði nokkru sinni dreymt um að vera.
Þreyta er lítið annað en andlegur tilbúningur, slæmur vani sem hugurinn hefur ræktað með sér sem hækju þegar þú ert að gera eitthvað leiðinlegt. (Úr bókinni: Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, eftir Robin S. Sharma)

Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn...

Sat úti í góða veðrinu í dag og las bókina: Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Þetta er hreint út sagt frábær bók og þvílíkt margir gullmolar sem spretta fram af blaðsíðum hennar. Bókin hefur veitt mér mikinn innblástur og breytti hreinlega skapi mínu, sem var frekar súrt í morgun í súpergott! :)

Wednesday, August 16, 2006

Ég á mér draum...

...I have a dream that one day this nation will rise up and live out the true meaning of its creed: "We hold these truths to be self-evident: that all men are created equal." I have a dream that one day on the red hills of Georgia the sons of former slaves and the sons of former slaveowners will be able to sit down together at a table of brotherhood. I have a dream that one day even the state of Mississippi, a desert state, sweltering with the heat of injustice and oppression, will be transformed into an oasis of freedom and justice. I have a dream that my four children will one day live in a nation where they will not be judged by the color of their skin but by the content of their character. I have a dream today. (Úr ræðu Martin Luther King, Jr., "I have a dream" flutt 28. ágúst 1963)

Sunday, August 13, 2006

Fyrirtíðarspenna...

Í tilefni af heimsókn Rósu frænku, mæli ég með skemmtilegri "fyrirtíðarspennusögu" á vefsíðu vinkonu minnar, Carolu. Slóðin er: http://toothsmith.blogspot.com

Hvað er til ráða....

...þegar ég ropa fæ ég verk í vinstra eyrað...

Saturday, August 12, 2006

Skrifað í stein...

Sagan segir að tveir vinir hafi gengið í eyðimörk. Á leiðinni fóru þeir að rífast, og annar vinurinn gaf hinum létt á kjammann. Honum sárnaði, en án þess að segja nokkuð skrifaði hann í sandinn: " Í DAG GAF BESTI VINUR MINN MÉR, EINN Á ´ANN!" Þeir gengu áfram þangað til þeir komu að vatnslind og þar fóru þeir út í. Vinurinn sem hafði orðið fyrir hinum áður var nærri drukknaður, en var bjargað af vini sínum. Þegar hann hafði jafnað sig , risti hann í stein; "Í DAG BJARGAÐI BESTI VINUR MINN MÉR FRÁ DRUKkNUN".Vinurinn sem bæði hafði veitt honum tiltal og bjargað honum spurði: "Þegar ég sló þig, skrifaðir þú í sandinn, og núna skrifar þú í steininn. "Af hverju?" Hann svaraði: Þegar einhver gerir þér eitthvað illt áttu að skrifa það í sandinn, þar sem vindur fyrirgefningar getur eytt því. En þegar einhver gerir þér eitthvað gott þá áttu að grafa það í stein þar sem enginn getur eytt því. "LÆRÐU AÐ SKRIFA SÁRINDI ÞÍN Í SANDINN OG GRAFA HAMINGJU ÞÍNA Í STEIN"!

Amma...

Í gær fórum við í bakaríið hjá Jóa Fel og keyptum bakkelsi og brauð í tilefni af 75 ára afmæli ömmu. Hún er svo mikil dúlla og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 50! Ég vona að ég eigi eftir að eldast eins fallega og hún. ;)

Friday, August 11, 2006

V-in fjögur...

Viska, vinsemd, virðing, viðsýni.

Wednesday, August 09, 2006

Hlaupahjól...

Fór út að hlaupahjóla í gærkvöldi. Svona aðeins til að finna barnið í sjálfri mér. Það var nú bara þræl skemmtilegt, sérstaklega að fara á blússandi ferð niður brekkur. Ég var samt orðin dálítið þreytt í lokin. Er greinilega ekki í neinu "hlaupahjólaformi."

Monday, August 07, 2006

Það sem hrjáir mig...

...þessa dagana er athyglisbrestur, á mjög háu stigi.

Friday, August 04, 2006

Bíó...

Fór í bíó í kvöld á teiknimyndina Over the hedge. Fín afþreying, til að gleyma stund og stað. Hló heilmikið (þó aðallega af auglýsingunum, sem sýndar voru á undan myndinni) og lét eins og vitleysingur! Sem betur fer þekkti ég ekki marga í bíó! ;)

Thursday, August 03, 2006

Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember)

Árstími: Sporðdrekans er mitt haustið. Á þessum tíma styttist dagurinn óðfluga og skammdegismyrkrið eykst. Gróðri hnignar, lauf eru fallin af trjám, frost sest í jörð og veður versnar. Sálræn áhrif nóvembermánaðar á mannfólkið eru þau að það leitar inn á við í auknum mæli. Hjá flestum er einungis um tímabundið ástand að ræða, en fyrir Sporðdrekann er þessi tími mótandi og setur mark sitt á sálina. Hann er því heldur dulur og lifir töluvert í eigin heimi.
Tilfinningar: Sporðdrekinn er tilfinningaríkur, viðkvæmur og frekar varkár. Að öllu jöfnu virðist hann hægur og rólegur á yfirborðinu, en tilfinningar ólga oft undir niðri. Hinn dæmigerði Sporðdreki er heldur fámáll en kjarnyrtur þegar hann talar á annað borð (staða Merkúrs í merki hefur töluverð áhrif á talanda). Hann vill vera hreinskilinn og er lítið gefinn fyrir yfirborðsmennsku. Þegar sagt er að Sporðdrekinn sé dulur þarf að hafa eitt í huga. Hann er næmur og tekur tilfinningar og líðan annarra auðveldlega nærri sér. Hann heldur fólki því oft frá sér í varnarskyni. Einnig vill hann kafa djúpt ofan í það sem hann tekur fyrir og er því lítið fyrir yfirborðskenndan kunningsskap eða samræður. En þegar Sporðdrekinn er með fólki sem hann treystir fyrir tilfinningum sínum er hann alls ekki dulur. Þá er hann oft stjórnsamur og opinskár og á til að ræða mál sem öðrum finnst óþægilega persónuleg. Sporðdrekinn getur því verið dulur og lokaður gagnvart ókunnugum eða þeim sem skilja hann ekki, en að öðru leyti kjarnyrtur og opinskár.
Stjórnsemi: Sporðdrekinn er eitt af stöðugu merkjunum. Það táknar að hann er fastur fyrir og ósveigjanlegur í persónulegum stíl sínum og viðhorfum. "Nei, þetta geri ég aldrei," segir hann og verður ekki haggað. Þó hann geti virst rólegur á yfirborðinu er hann ráðríkur og stjórnsamur undir niðri. Hann er í raun launfrekur og þarf að ráða, að minnsta kosti yfir eigin umhverfi og lífi.
Rósemi eða ákafi: Svo virðist sem framkoma Sporðdrekans skiptist í tvö horn. Annars vegar er hinn hægi og rólegi Sporðdreki sem heldur sig út af fyrir sig og er áhorfandi. Hins vegar er maður með kraftmeiri og opnari framkomu, sem er krefjandi, ráðríkur og stundum eilítið öfgafullur í ákafa sínum að komast áfram og gera það sem hann ætlar sér.
Alvara: Alvörugefni er einkennandi fyrir Sporðdrekann. Hann er skapstór og tilfinningaríkur og tekur mjög ákveðna afstöðu með eða á móti mönnum og málefnum. Hann elskar eða hatar. Hann vill ganga heill að hverju verki, hvort sem er um vinnu, ást eða áhugamál að ræða. Hann er lítið fyrir hálfkák og vill komast til botns í hverju máli. Sporðdrekinn er því ekki maður sem á auðvelt með að skipta sér á milli margra ætlunarverka.
Einbeiting: Alvörugefni Sporðdrekans og þörf fyrir að komast til botns tengist öðrum persónuleikaþætti, sem er einbeiting. Hann hefur þann hæfileika að geta einbeitt sér að ákveðnum málum og útilokað umhverfi sitt og annað sem er óviðkomandi. Segja má að honum hætti til að fá einstök mál á heilann, svo jaðri við þráhyggju.
Kaldhæðni: Skopskyn Sporðdrekans birtist oft í beittum og kaldhæðnislegum athugasemdum. Hann á til að "stinga" með eiturbroddinum fræga þegar sá gállinn er á honum. Hann er því erfiður andstæðingur og vont að lenda í rimmu við hann, enda á hann til að vera grimmur ef fólk reitir hann til reiði eða stendur í vegi fyrir honum. Hann berst hins vegar af sama krafti fyrir þá sem honum þykir vænt um og er að öllu jöfnu traustur og góður vinur.
Dulúð: Sporðdrekinn hefur áhuga og hæfileika á sviði rannsókna. Hann heillast oft af því sem er til dæmis dularfullt og hefur gaman af að svipta hulunni af yfirborðinu og komast að kjarna málsins. Hann hefur því oft áhuga á spennumyndum, og glæpasögum, en einnig á dauðanum, kynlífi og reyndar öllu því sem er á einhvern hátt hulið myrkri, spennu og dulúð.
Endurnýjun: Sporðdrekinn er merki hreinsunar og endurnýjunar. Hann er næmur á eigin veikleika sem og veikleika annarra, enda á hann tiltölulega auðvelt með að sjá í gegnum fólk. Hreinsunarþörf hans getur beinst að eigin persónuleika eða færst yfir á þjóðfélagið og umhverfið. Stundum lýsir hún sér þannig að Sporðdrekinn fer yfir atburði liðins dags og heitir sér því að endurtaka ekki þau mistök sem hann hefur gert. Hann getur einnig átt í mánaðalangri eða áralangri innri baráttu. Það er ekki óalgengt að hann brjóti sig niður og sökkvi djúpt í sjálfseyðingu. Hann sér gallana í fari annarra og spillinguna í þjóðfélaginu. Því er algengt að Sporðdrekinn tali um spillingu stjórnmálamanna og hafi áhuga á að stinga á kýlum mannlegs samfélags. Þessi sama orka, blönduð tilfinninganæmi, gerir að verkum að hann er að upplagi ágætur sálfræðingur eða læknir. Hann sér veikleika fólks og með réttri þjálfun getur hann hjálpað því að losa sig við vankanta sína.
Einvera: Til að endurnýja lífsorku sína og viðhalda henni þarf Sporðdrekinn að geta dregið sig annað slagið í hlé. Hann þarf á reglulegri tímabundinni einveru að halda. Ef önnur merki viðkomandi Sporðdreka eru félagslynd getur það komið honum að sömu notum að skipta annað slagið um umhverfi. Sporðdrekinn er valdamerki, sem táknar að hann þarf að ráða sínu eigin lífi og lífsháttum. Því er æskilegt að hann vinni við stjórnun eða geti sinnt eigin verkefnum án afskiptasemi frá öðrum.

Wednesday, August 02, 2006

Fjallganga...

Gekk upp Gunnhildi í kvöld, til þess að hrista af mér slenið. Það er alltaf jafn notalegt að setjast niður á fjallstindinum (ef tindur skyldi kallast) og virða fyrir sér útsýnið. Magnað!

Tuesday, August 01, 2006

Þessi börn...

Litla vinkona mín, var mætt kl. 9:30 í morgun. Bankaði og þar sem ég kom ekki til dyra strax, tók hún bara í hurðarhúninn. Ótrúleg! Sem betur fer var hundurinn ekki heima. Hún fékk að hoppa á trampólíninu í smá stund og lét sig svo hverfa. Bara fyndið...