Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, July 26, 2005

Crazy?

Litla sysir mín (10 ára) sagði eftirfarandi við mig í kvöld: "Magga, ég elska þig en stundum ertu bara dálítið klikkuð."
Kannski er eitthvað til í þessu... ;)

Holy moly...

Ég er komin með nóg af þessum fjandans úrskurði!

Countdown

Bara þrír dagar eftir...

Monday, July 25, 2005

Viti menn - dagurinn í dag bara flaug áfram. Í kvöld tekur síðan við enn meira gaman, enda þarf ég að gera úrskurð sem að sögn tiltekins aðila á eftir að valda miklu fjaðrafoki í íslensku samfélagi....
Sjáum nú til með það! ;)
Vona að dagurinn í dag gangi áfallalaust fyrir sig og verði fljótur að líða...

Sunday, July 24, 2005

Humarveisla

Mig langar að fara á þessa staði: http://www.fjorubordid.is/ og http://www.hafidblaa.is

og gæða mér á gómsætum humri...

Tactic...

Yngsta systir mín kann sko alveg á hann pabba gamla. Hún minnir hann reglulega á að hann sé lang besti pabbi í öllum alheiminum...
Maður ætti kannski að fara taka upp á þessu...

Saturday, July 23, 2005

Trúleysi

Því hærra sem maður hrópar um trúleysi sitt, því meiri löngun og þörf hefur hann fyrir að trúa...

Sunday, July 17, 2005

Ég er api...

Kínversk stjörnuspeki:
Apinn hefur fengið góðar gáfur og óaðfinnanlegt minni í vöggugjöf. Hann er alltaf meðvitaður um hvað er í gangi umhverfis hann, jafnvel í djúpum samræðum. Apinn er athafnamikill og hefur mikla þörf fyrir að vera utandyra og innan um aðra, hann er félagslegt fiðrildi. Apinn leitast við að hjálpa öðrum, hann er eins og peningaskápur: leyndarmál eru ávalt vel geymd hjá honum. Þegar kemur að ástinni er hann samkvæmur sjálfum sér, sveigjanlegur og fullur stuðnings. Fyrirmyndar maki verður sá sem getur aðstoðað hann við að nýta umfram orku og þörf fyrir skuldbindingu. Apinn á góða samleið með rottunni og drekanum.

Spamadur.is

Spilið hér tengist starfi þínu eða námi. Þú vinnur hörðum höndum að verkefni sem varðar ekki eingöngu þig heldur einnig samstarfsfélaga þína og jafnvel vinnuveitanda. Samviskusamlega gefur þú þig alfarið í verkið og uppfyllir þar með kröfur annarra og á sama tíma eigin líðan. Þú beitir þínum einstæðu hæfileikum rétt og notar þá án efa í þjónustu mannkynsins en þar skapar þú nægtir góðra hluta fyrir sjálfið og aðra. Viðurkenning fyrir vel unnið starf er á næsta leiti þar sem eitt leiðir af öðru í jákvæðum skilningi.

Saturday, July 16, 2005

Ástand...

Klukkan bara orðin 15:00 á laugardegi og mín búin að skella í sig einum bjór.

Hormónar?

Er nokkuð skrýtið að hlusta á Witney Houston í botni og grenja úr sér augun og vita ekki afhverju?

Sunday, July 10, 2005

Hamingja og gleði...

Ég fór í brúðkaup í gær hjá frænku minni sem er jafngömul mér. Skrýtið...Maður er greinilega orðin gamall.
Þetta var mjög skemmtilegt allt saman. Athöfnin fór fram í Bústaðarkirkju. Pálmi Matthíasson gifti brúðhjónin - hann klikkar ekki. Brúðurinn var í geðveikum brúðarkjól og Hera söng lagið Itchy Palms í kirkjunni og fleiri listamenn tóku lagið.
Veislan fór fram í Fóstbræðrasalnum. Boðið var upp á pinnamat og snittur af ýmsum tegundum. Smakkaði sushi í fyrsta skipti og líkaði bara vel. Allt mjög ljúffengt. Undirrituð var orðin vel í því undir lok kvöldsins - en engir skandalar gerðir!
Toppur kvöldsins var líklega þegar Stebbi Hilmars dúkkaði upp og söng Líf og uppáhaldslagið mitt um hana Nínu....
Núna ertu hjá mér... Nína...
Annars lenti ég í því í brúðkaupinu að perluhálsfestin mín slitnaði og ég reif kjólinn minn upp í rass. Ég var sem betur fer á heim leið þegar kjólinn rifnaði. Einnig lenti ég í miður skemmtilegu atviki í morgun sem kostaði ferð út í apótek. Maður bara spyr sig: Eru þetta einhver skilaboð?

Friday, July 08, 2005

Rigning og rok...

Eru ekki allir í sumarfíling?

Fisherman´s Woman

Keypti mér nýja diskinn með Emilíönu Torrini í dag, Fisherman´s Woman. Algjör snilld! Þetta er svona diskur sem maður á að setja á fóninn á löngum vetrarkvöldum. Einstaklega ljúfur í alla staði...

Sunday, July 03, 2005

Andstæður...

Líf mitt er gert úr andstæðum, ég hef fengið að sjá báðar hliðar peningsins. Á mestu sigurstundum gleymi ég því ekki að þrautastundirnar bíða mín á veginum og þegar ég hef orðið fyrir óláni bíð ég þess að sólin skíni á ný.
(Paula e. Isabel Allende)

Friday, July 01, 2005

Borgarbarnið...

Byjaði í nýrri vinnu í dag. Mér líst mun betur á nýja staðinn en hinn staðinn...því að þó að þetta sé krefjandi vinna, þá er hún a.m.k. meira á mínu áhugasviði.
Nú er bara bretta upp ermarnar og gera sitt besta...
Á morgun ætla ég að skella mér í sumarbústað, grilla og hafa það gott. Þeir sem þekkja mig vita að ég er hvorki mikil sumarbústaðar eða útileigu manneskja. Ég ætla heldur ekki að gista, heldur leggja snemma í ann og keyra heim um kvöldið! Það vita allir að Frú Gullrósa, sefur ekki í sumarbústað!!! (ó nei, ó nei) ;)