Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, May 31, 2005

Allt að gerast...

Þá er stóri dagurinn á morgun! Spennandi að vita hvernig þetta fer allt saman. Í dag er hins vegar stefnan sett á ýmsar útréttingar. Best að byrja á Landsabankanum og enda í Smáralind.
Annars er síminn minn dauður. Við vini og vandamenn vil ég segja eftirfarandi: það þýðir ekkert að hringja í mig en þið getið enn sent mér sms og tölvupóst! ;) Ef ég verð heppinn þá fæ ég síma eiginmannsefnisins innan skamms en hann er að fara kaupa sér nýjan síma og þá er hægt að hringja í mig non - stop frá 9-24:00! ;)
Var rétt í þessu að fá sms frá vinkonu minni, sem hefur áhyggjur af því hvað hún er búin að pissa oft í morgun. Við hana vil ég segja eftirfarandi: það er eðlilegt að þurfa oft að pissa þegar maður drekkur mikið vatn. ENGAR ÁHYGGJUR, ÞÚ ERT EKKI ÓLÉTT! ;)
Best að koma sér að verki
Addios amigos.

Monday, May 30, 2005

Spurning um að verða sér út um eitt stykki nýjan sundbol, enda er þessi sem ég keypti í Hagkaup, hér um árið, á 1000 kr. orðinn ALLTOF lítill!

Bókalestur

Ég er að lesa 4 bækur þessa dagana og ekkert gengur: bókina Paulu eftir Isabel Allende, skáldsöguna P.S. ég elska þig eftir dóttur forsætisráðherra Írlands, skáldsöguna Blindgötu í Kaíró eftir Nagíb Mahfúz og ævisögu Queen Noor, drottningu í Jórdaníu.
Það vantar einhvern drifkraft í þessar bækur, (eða kannski sjálfa mig) sem heldur manni við efnið.
Ég þyrfti að verða mér út um einhvern thriller í anda DaVinci Code, sem maður getur ekki látið frá sér.

Sunday, May 29, 2005

If only money grew on trees...

Ég er algjör spreðari.
Allar stjörnuspár vara mig við því að eyða peningum þessa dagana.
Best að setja lás á budduna. ...

Stjórnuspáin varar mig einnig við því að tjá mig um trúmál og stjórnmál í vinnunni í júní.
Best að setja lás á túllann líka.

Lok, lok og læs
og allt í stáli
Lokað fyrir Páli...

Bloggleti...

Ég er eitthvað löt við að blogga þessa dagana.
Held ég sé bara ALMENNT löt þessa dagana.
Aðgerðarleysi fer illa með mann! ;)
Annars er ég búin að vera dugleg að njóta útiverunnar, flatmaga úti í góða veðrinu, fara í sund, gefa öndunum brauð og þar fram eftir götunum.
Styttist óðum í vinnuna! Get ekki sagt að ég hlakki beinlínis til! ;) Keypti mér dragtbuxur af því tilefni. Ætla að mæta á staðinn flott í tauinu, með sólgleraugu, munninn fyrir neðan nefið og kenna þessu liði að vinna, vinnuna sína!
RIGHT!

Friday, May 20, 2005

Ungfrú Ísland

Unnur Birna var í fyrsta sæti í Ungfrú Ísland 2005 - surprise, surprise! Maður hefði átt að leggja dágóða summu undir! ;)

Thursday, May 19, 2005

Sólbaðsveður

Ég fékk loksins ekta sólbaðsveður! Er búin að vera út í garði í allan dag í góðum fíling! ;) Er meira segja orðin smá útitekin í framan, sem telst til stórtíðinda þegar ég á í hlut! Er að láta renna í pottinn og er að spá í að fá mér smá hvítvín líka!
Svo er undankeppni Eurovision í kvöld! Vona að Selma standi sig í stykkinu, þó mér lítist nú ekkert á out-fitið hennar! Hver er eiginlega stílistinn hennar? Get rid of that hat, please! híhí

Wednesday, May 18, 2005

Svona er lífið....

Ég gerði heiðarlega tilraun til að fara í sólbað í dag. Aðeins of kalt fyrir minn smekk. Var fljótt að fara úr sumargallanum í gallabuxur og flíspeysu. Er búin að liggja út í "góða veðrinu" í allan dag, drekka te og lesa góða bók. Svona á lífið að vera...alla daga...
Lífið er bara búið að vera ljúft undanfarið. Veitir ekki af að hlaða batteríin eftir erfiða próftörn og fyrir vinnuna, sem framundan er.
Annars er mín byrjuð í "átaki" - lifi bara á loftinu þessa dagana. Fékk nett sjokk þegar ég fór á vigtina nýverið. Maður verður bara að hrista aukakílóin af sér. ;)
Er búin að horfa á nokkrar dvd myndir undanfarið, þar á meðal:
The notebook - stelpur þið verðið að sjá hana - þetta er svona ekta stelpu/grenjumynd ;)
Team America - mæli ekki sérstaklega með henni - en það er samt hægt að hlæja að henni
The Shawshank Redemption - mjög góð mynd í alvarlegri kantinum.
National Treasure - bandarísk klisja, engu að síður ágætis afþreying, ef maður er í þannig stuði. ;)

Thursday, May 12, 2005

Próflok

Þá er ég loksins orðin frjáls eins og fuglinn...

Spurning hvort maður eigi eftir að höndla frelsið á ný? ;)

Monday, May 09, 2005

Hláturinn lengir lífið

Stressið hefur snúist upp í andhverfu sína - í staðinn fyrir að vera með fiðring í maganum og hjartslátt er ég komin með hrikalegan svefngalsa eða "næturgalsa" eins og ég orðaði það og hef hlegið að allt og öllu í ALLT kvöld, fyndnu, sem ófyndnu. Þó aðallega hinu síðarnefnda.

Ég býst við að koffeinið og lítill svefn hafi þessi áhrif, en ég er búin að drekka 2 lítra af kóki í dag og nokkra kaffibolla. (hef ekki töluna)

muhahahaha....

THE SÆKÓ!

Saturday, May 07, 2005

Jibbý

Þá styttist óðum í próflok!

Spurning hvort maður geti haldið einbeitingunni í nokkra daga í viðbót.