Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Tuesday, January 31, 2006

Hamingja...

Ég vaknaði í morgun glöð í bragði og með tilhlökkun í hjarta, og staðan breyttist ekki, þrátt fyrir að ég kæmist ekki í uppáhalds gallabuxurnar mínar.

Monday, January 30, 2006

Apótekið og þrítugsafmæli...

Það sem stóð upp úr þessa helgi var tvímælalaust laugardagskvöldið. Það kvöld fór ég á Apótekið með eiginmannsefninu og vinnufélögum hans, sem var aldeilis huggulegt! Ég fékk mér þríréttaðan forrétt, og var frökk og pantaði mér smálúðu í aðalrétt. Þessu var svo öllu skolað niður með dýrindis rauðvíni. Síðar um kvöldið var haldið í þrítugsafmæli. Ég þekkti afmælisbarnið reyndar ekki neitt, en skemmti mér engu að síður konunglega og var undir lok kvöldins farin að syngja Nínu, Úmbarassa og fleiri slagara af miklum eldmóð. Það var löngu komin tími á smá djamm og er ég alveg endurnærð eftir skemmtunina! ;)

Saturday, January 28, 2006

Spámaðurinn...

Svei, mér þá. Þetta á bara vel við! ;)(sjá færslu frá 21. jan. hér neðar)
XX - Dómurinn
Nýverið virðist þú hafa verið með hugann við fortíðina. Með því að líta um öxl og sjá hvað vel fór og ekki síður hvað betur mátti fara. Þú gerðir það sem réttast var hverju sinni en nú er komið að því að horfa einungis fram á við og láta fortíðina lönd og leið.Þú ættir að hrinda af stað umbreytingum á orku og upplýsingum með réttu hugarfari. Nýr kafli bíður þín en hefst þó eigi fyrr en gamlir siðir og úrelt viðhorf gleymast. Allt sem þú rannsakar verður mikilvægt í lífinu og leiðir þig áfram.

Saturday, January 21, 2006

Hvað ef?

Undanfarið hafa gamlar minningar sótt að mér. Ég velti því stundum fyrir mér þeim ákvörðunum sem ég hef tekið í lífinu og þeim afleiðingum sem þær hafa haft í för með sér. Hvað ef ég hefði breytt öðruvísi, væri ég þá í sömu sporum og ég er í dag?

Friday, January 20, 2006

Uppáhalds...

Litur: bleikur og grænblár
Matur: ekta ítölsk pizza
Nammi: lakkrís
Mynd: Moulin Rouge
Bók: Da Vinci Code
Myndasaga: Andrés Önd
Teiknimynd: Tommi og Jenni
Sjónvarpsrás: Stöð 2
Diskur: Jagged Little Pill með Alanis Morissette
Lag: Ave Maria
Tónlist: alæta á tónlist
Tölvuleikur: Super Mario Brothers 3
Dýr: hundar
Árstíð: vor
Borgir: London og New York
Tala: 4
Blóm: Túlipanar

Sól, sól skín á mig...

Ég er búin að vera eitthvað svo grámygluleg í dag. Ákvað þess vegna að skreppa í ljós. Ég veit að það er bannað en vonandi sleppur það þegar maður fer bara í ljós 1 sinni á ári. Ég mundi eftir því núna, sem betur fer, að loka inn til mín á meðan á ljósatímanum stóð. ;) Ég er hins vegar eins og rauður tómatur í framan. Það jafnar sig vonandi á morgun. ...

Tuesday, January 17, 2006

What Temperment Are You?

You Have a Melancholic Temperament
Introspective and reflective, you think about everything and anything.
You are a soft-hearted daydreamer. You long for your ideal life.
You love silence and solitude. Everyday life is usually too chaotic for you.

Given enough time alone, it's easy for you to find inner peace.
You tend to be spiritual, having found your own meaning of life.
Wise and patient, you can help people through difficult times.

At your worst, you brood and sulk. Your negative thoughts can trap you.
You are reserved and withdrawn. This makes it hard to connect to others.
You tend to over think small things, making decisions difficult.
What Temperment Are You?

Benjamin Franklin

"If you don't want to be forgotten, as soon as you are dead and rotten, either write things worth reading, or do things worth writing."

Wednesday, January 11, 2006

What Does Your Birth Date Mean?

Your Birthdate: October 26
You lucked out the the skills to succeed in almost any arena.
Put you in almost any business or classroom, and you'll rise to the top.
You're driven and intense, but you also know when to kick back and cooperate.
Your ability to adapt to almost any situation is part of what's going to make you a success.

Your strength: Your attention to detail

Your weakness: You can be a little too proud of your successes

Your power color: Turquoise

Your power symbol: Arrow pointing up

Your power month: August
What Does Your Birth Date Mean?

Monday, January 09, 2006

Afrek dagsins...

...Bakaði vöfflur í nýja vöfflujárninu...þær voru reyndar dálítið skrýtnar útlitslega séð en það er auðvitað algjört aukaatriði. ;)

Saturday, January 07, 2006

Markmið ársins

Að sjá fegurðina í hverjum degi...

Thursday, January 05, 2006

Happy new year

Þá er nýtt ár hafið. Ég nenni ekki að líta yfir farinn veg og velta mér upp úr fortíðinni. Stefni hins vegar ótrauð fram á veginn. Ætla heldur ekki að strengja nein formleg nýársheit, enda hefur reynslan sýnt fram á að ég fer aldrei eftir þeim.
Áramótin voru róleg og fín. Við fjölskyldan borðuðum góðan mat, foie gras í forrétt, nautasteik og bernaise var á boðstólum fyrir þá yngri og rjúpur fyrir hina eldri og þroskaðri. Ég var reyndar eins og reitt hæna framan af kvöldinu en ákvað um 9 leytið að setja á mig andlitið og fara í betri föt. ;) Síðan var horft á stelpurnar og strákana á Stöð II og svo auðvitað Skaupið - mér fannst Skaupið reyndar ekkert spes. Man eftir því betra en það hefur eflaust líka verið verra. Pabbi hélt svo sína árlegu flugeldasýningu. Alltaf að reyna gleðja okkur. Ég hélt mig innandyra og fylgdist með út um stofugluggann enda ekki mikið fyrir hávaðann og rykið sem fylgir flugeldunum. Við eiginmannsefnið fórum síðan snemma í háttinn enda alveg glatað að djamma á gamlárskvöldi! ;)
Á nýársdag fórum við í fjölskylduboð hjá eiginmannsefninu og voru þar glæsilegar veitingar á boðstólum: reyktur lax í forrétt, nautasteik í aðalrétt og súkkulaðikaka í desert. (mmmm....) Síðar um kvöldið kíktum við í heljarinnar partý hjá vinafólki okkar, þar sem maður sá mörg kunnugleg andlitin.
Annars er maður bara búin að liggja í leti undanfarið. Búin að taka LOST maraþon, lesa heilmikið, sofa út, taka til og chilla bara. Mér finnst ég vera búin að vera í jólafríi allt of lengi og það er erfitt að koma sér í gírinn aftur. Nú þýðir hins vegar ekkert annað en að bretta upp ermarnar!