Gullrósa tjáir sig um allt og ekkert...

Saturday, December 30, 2006

Bömmer!

Við leiðréttingu villna verða til nýjar villur.

Friday, December 29, 2006

Játning:

Ég væri alveg til í að hraðspóla yfir gamlárskvöld. Að mínu mati er óttalegur tryllingur, hávaði og subbuskapur sem fylgir þessu kvöldi! Ég er strax komin með hausverk, við tilhugsunina! Afhverju getur fólk ekki tekið á móti nýju ári með gleði og friði í hjarta? ;)

Thursday, December 28, 2006

Svefn...

Ég fór að sofa kl. 5 í nótt, þar áður fór ég að sofa kl. 4. Klukkan er núna 11 um kvöld. Ef ég fer ekki bráðum að sofa er ég hrædd um að ég eigi eftir að verða hættuleg sjálfri mér og öðrum.

Wednesday, December 27, 2006

Ritgerðarmál...

Þá er ég búin að stytta ritgerðina í leyfilega hámarkslengd sem er 120 síður. Eftir stendur:

- Renna yfir ritgerð í leit að villum
- Laga bls. töl í dóma og lagaskrá
- Gera efnisyfirlit
- Senda ritgerð í prentun

Hvítlaukur...

Ég skar hvítlauk á aðfangadag. Hendur mínar anga enn eins og hvítlaukur. Hugsa að ég setji á mig hanska næst þegar ég meðhöndla hvítlauk.

Tuesday, December 26, 2006

Gleðileg Jól...

...og farsælt komandi ár... Þá er ég sest aftur við tölvuskjáinn eftir nokkra daga fjarveru. Dagskráin er búin að vera þéttsetin. Jólahlaðborð með stórfjölskyldunni í Perlunni þann 21., boð til minningar langömmu og langafa þann 22., tiltekt og undirbúningur þann 23., amma í mat þann 24. og jólaboð í gær, þann 25. og fleiri boð framundan! Aldrei friður... Ég sem hélt að jólin snerust um að finna frið í sálinni og slappa af? Það er nú varla hægt í öllum þessum hamagangi. Fékk margt fallegt í jólagjöf að vanda þ. á m. eitt stykki þurrkara, örbylgjuofn, ljósakrónu og vöflujárn. Kemur sér mjög vel í búið! ;)

Wednesday, December 20, 2006

Er einhver kominn í jólaskap?

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt...

Samkvæmt íslenskri málstöð á að skrifa orðið ennfremur í tveimur orðum: enn fremur! Ég sem hef skrifað þetta orð í einu orði síðastliðin ár án nokkurra athugasemda! Iss, mér finnst það miklu flottara í einu orði.

Sunday, December 17, 2006

Blogg...

Jæja, þá er ég búin að kaupa allar jólagjafirnar og vika í jólin! Þetta hefur ekki gerst síðan ég veit ekki hvenær - einhvern tímann á síðustu öld! ;) Gott að vera búin að þessu. Venjulega er ég ráfandi um á Þorláksmessu í leit að gjöfum eins og álfur út úr hól. Núna get ég bara chillað fram að jólum! ;) Annars er helgin búin að fara í málningarvinnu í íbúðinni sem við skötuhjúin ætlum að leigja tímabundið. Íbúðin var öll gul og dökk blá þannig að síðustu 2 vikur eru búnar að fara í stúss við að gera íbúðina fína. Eiginmannsefnið er búin að standa sig eins og hetja í þeim efnum og á svo sannarlega hrós skilið. Það tekur sko á að mála, er með þvílíka strengi á mjög svo skringilegum stöðum. ;) Þar til síðar... Addios...

Saturday, December 16, 2006

Click...

Horfði á myndina Click í gær. Væntingarnar voru nú ekki miklar en myndin var nú bara skemmtileg, hló alveg nokkrum sinnum! Boðskapur myndarinnar er að lifa í núinu og njóta líðandi stundar með fjölskyldu og vinum. Boðskapur sem ég ætti að taka mér til fyrirmyndar! ;)

Wednesday, December 13, 2006

Ilmkerti...

Ég mæli með bolsius ilmkertunum, sem fást b.t.w. í Bónus. Ólíkt mörgum öðrum ilmkertum þá er mjög sterk lykt af þeim, og anganin berst um allt húsið. Svona ilmkerti eru alveg nauðsynleg til að hreinsa orkuna í híbýlum okkar á drungalegum vetrardögum! ;)

Sunday, December 10, 2006

Forskot á sæluna...

Fór á jólahlaðborð í gær á Nordica með vinnufélögum eiginmannsefnisins. Ellen og KK sáu til þess að það skapaðist notaleg jólastemning. Er ennþá södd, enda át ég yfir mig af creme brulee og ris alamond. Maður er bara hálf eftir sig eftir allt þetta át! ;)

Monday, December 04, 2006

Þá er komið að því...